Fréttir

Lyfjastofnun Evrópu, EMA, rannsakar annmarka á skráningu öryggisupplýsinga lyfjafyrirtækisins Roche

Rannsóknin sem gerð er í samvinnu við lyfjastofnanir á evrópska efnahagssvæðinu beinist m.a. að því hvort annmarkarnir hafi áhrif á heildar áhættumat þeirra lyfja sem um ræðir.

22.6.2012

Annmarkarnir á skráningum öryggisupplýsinga lyfjafyrirtækisins Roche komu í ljós við eftirlit bresku lyfjastofnunarinnar, MHRA, í maí sl. Eftirlitið var hluti af samræmdu eftirliti með öryggisupplýsingum lyfja í Evrópu.

Sérfræðinganefnd Lyfjastofnunar Evrópu um lyf fyrir menn, CHMP, vinnuhópur CHMP um lyfjagát, PhVWP, og sérfræðinefnd sem fjallar um umsóknir um markaðsleyfi mannalyfja með gagnkvæma viðurkenningu, CMDh, hafa fjallað um málið á fundum sínum í maí og júní.

Sjá fréttatilkynningu EMATil baka Senda grein