Fréttir
  • M01AB05

Á Íslandi er notað meira af lyfjum með virka efnið díklófenak en annars staðar á Norðurlöndum

Á síðasta ári notuðu Íslendingar 2,2 milljónir skilgreindra dagskammta af lyfjum með virka efninu díklófenak. Notkun þessara lyfja hefur aukist undanfarin þrjú ár.

25.6.2012

Í framhaldi af fréttum um lyf með virka efnið díklófenak vill Lyfjastofnun árétta við lækna og notendur þessara lyfja sérstök varnaðarorð og varúðarreglur við notkun lyfjanna sem finna má í samantekt um eiginleika þeirra (SmPC) og fylgiseðlum.

Í frétt dönsku lyfjastofnunarinnar 19. júní sl. segir m.a. að lyfjastofnun Evrópu, EMA, hafi þegar hafið rannsókn á öryggi þessara lyfja, sem áætlað er að ljúki í júlí. Lyfjastofnun mun fylgjast með framgangi rannsóknarinnar og grípa til viðeigandi ráðstafana eftir því sem þörf krefur.

Notkun lyfja með virka efnið díklófenak er mun meiri hér á landi en annars staðar á Norðurlöndum og hefur aukist á sama tíma og notkun hefur minnkað í Danmörku og haldist óbreytt í Noregi og Svíþjóð.

Díklófenak er bólgueyðandi gigtarlyf í ATC flokki M01AB05 og eru nokkur lyf í þessum flokki á markaði á Íslandi.

 M01AB05

Auk þessara lyfja er díklófenak í lyfjum í ATC flokkum M01AB55, M02AA15 og S01BC03.Til baka Senda grein