Fréttir

Ný lyf á markað 1. júlí 2012

Stutt samantekt um ný lyf á markaði 1. júlí 2012.

2.7.2012

Caprelsa Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 100 mg af vandetanibi. Lyfið er ætlað til meðferðar við ágengu kjarnakrabbameini í skjaldkirtli (medullary thyroid cancer (MTC)) með einkennum, hjá sjúklingum með óskurðtækt krabbamein, sem er staðbundið langt gengiðeða með meinvörpum. Lyfið er lyfseðilsskylt og ávísun þess er bundin við sérfræðinga í krabbameinslækningum. Sala lyfsins á Íslandi er óheimil nema uppfyllt hafi verið skilyrði sem fram koma í viðauka IV við markaðsleyfi. Hámarksmagn á lyfseðli er ein pakkning og ekki er heimilt að lyfseðill sé fjölnota.

Esbriet Hvert hylki inniheldur 267 mg af pírfenidóni. Lyfið er ætlað til notkunar hjá fullorðnum til meðferðar við vægri til miðlungi alvarlegri sjálfvakinni lungnatrefjun (Idiopathic Pulmonary Fibrosis, IPF). Lyfið er lyfseðilsskylt og ávísun þess er bundin sérfræðingum í lungnasjúkdómum. Sala lyfsins á Íslandi er óheimil nema uppfyllt hafi verið skilyrði sem fram koma í viðauka IV við markaðsleyfi.

Risedronate Blufish Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 35 mg af risedronat-natríum, sem jafngildir 32,5 mg af rísedrónsýru. Lyfið er ætlað til meðferðar við beinþynningu hjá konum eftir tíðahvörf til að draga úr hættu á brotum í hrygg og til að draga úr hættu á mjaðmarbrotum. Einnig til meðferðar við beinþynningu hjá körlum með aukna áhættu á beinbrotum.

Nýtt  lyfjaform

Pinex, mixtúra, lausn 24 mg/ml, 100 ml flaska. Lyfið er lausasölulyf.

 

Nýtt dýralyf

Euthasol vet. Lyfið inniheldur 362,9 mg af pentobarbitali (sem natríumsalti) sem jafngildir 400 mg phentobarbitalnatríum í hverjum ml. Lyfið er ætlað til aflífunar á hundum, köttum, nagdýrum, kanínum, nautgripum, sauðfé, geitum, hestum og minnkum. Lyfið er ekki ætlað til svæfinga. Lyfið er eftirritunarskylt og má eingöngu nota handa dýrum þegar dýralæknir gefur það sjálfur (D).

Sjá lista

Til baka Senda grein