Fréttir

Lyfjastofnun Evrópu heldur fyrsta fund nýju lyfjagátarnefndarinnar PRAC

Stofnun nefndarinnar markar tímamót í eftirliti með öryggi lyfja í Evrópu

19.7.2012

Lyfjastofnun Evrópu (EMA) heldur fyrsta fund nýstofnaðrar lyfjagátarnefndar, Pharmacovigilance Risk Assessment Committee (PRAC), þann 19. og 20. júlí 2012.

Nefndin mun gegna stóru hlutverki í yfirumsjón með öryggi lyfja á evrópska efnahagssvæðinu. Nefndin er ein af stærstu breytingunum í nýju lyfjagátarlöggjöfinni sem tók gildi í Evrópusambandinu þann 2. júlí sl.

Auk þess að gegna mikilvægu hlutverki í vernd almannaheilbrigðis munu störf og ákvarðanir nefndarinnar verða gegnsærri en almennt þekkist og mun nefndin hafa frumkvæði að birtingu öryggisupplýsinga lyfja. Nefndin mun auk þess hafa möguleika á því að halda opna áheyrnarfundi og fundarefni og störf nefndarinnar verða gerð opinber. 

Lyfjastofnun Evrópu hefur einnig framleitt myndband þar sem Peter Artlett. sviðstjóri hjá Lyfjastofnun Evrópu, kynnir nýju lyfjagátarlöggjöfina. Tilkynningu EMA og myndbandsupptökuna má nálgast hér á heimasíðu Lyfjastofnunar Evrópu

Til baka Senda grein