Fréttir

Evrópusambandið hefur lagt fram tillögur að nýrri reglugerð um klínískar lyfjarannsóknir

Tillögurnar eiga að einfalda lög og reglugerðir um klínískar lyfjarannsóknir innan Evrópusambandsins og þannig efla samkeppnishæfni Evrópusambandsins.

20.7.2012

Evrópusambandið hefur samþykkt nýja reglugerð um klínískar lyfjarannsóknir sem  lagðar verða fyrir Evrópuþingið til meðferðar. Núverandi löggjöf hefur verið harðlega gagnrýnd af sjúklingum, rannsóknaraðilum og lyfjaiðnaðinum fyrir að ekki hefur verið samræmi milli landa innan Evrópska efnhagssvæðisins, auk þess að vera mjög kostnaðarsöm. Þetta hefur valdið því að klínískum lyfjarannsóknum hefur fækkað um 25% á tímabilinu 2007-2011 á Evrópska efnahagssvæðinu.

Nýja löggjöfin á að taka á þessum vanda og einfalda núverandi löggjöf og þannig auka samkeppnishæfni Evrópusambandsins í klínískum lyfjarannsóknum. Einkum hefur löggjöfin um fjölþjóðlegar klínískar lyfjarannsóknir verið einfölduð án þess þó að öryggi sjúklinga sé fórnað.

Sjá nánar á vef EMA
Til baka Senda grein