Fréttir

Lyfjastofnun Evrópu mælir með því að lyf sem innihalda virka efnið calcitonin verði einungis til skammtíma notkunar

Sérfræðinganefnd lyfjastofnunar Evrópu mælir gegn því að nefúðar sem innihalda virka efnið calcitonin séu notaðir við beinþynningu eftir tíðahvörf. Notkun lyfsins við öðrum ábendingum er einnig takmörkuð og skal lyfið einungis notað í skamman tíma.

25.7.2012

Sérfræðinganefnd lyfjastofnunar Evrópu, CHMP, hefur mælt með að lyf sem innihalda calcitonin ættu einungis að vera notuð í skammtímameðferðum vegna gagna sem benda til að langtímanotkun þessara lyfja auki hlutfallslega hættu á krabbameini. Nefndin mælir enn fremur með því að calcitonin í nefúðaformi verði tekið af markaði.

Læknar ættu ekki að ávísa nefúðalyfjum  sem innihalda calcitonin til meðferðar á beinþynningu (Miacalcic Nasal nefúði hér á landi). Ástæðan fyrir því er sú að nefndin mat áhættuna af notkun lyfsins meiri en ávinninginn.

Samkvæmt ráðleggingum Lyfjastofnunar Evrópu mun calcitonin einungis verða fáanlegt í stungulyfjaformi og skal einungis vera notað:

  • Fyrirbyggjandi gegn bráðri beinþynningu vegna skyndilegs hreyfingarleysis t.d. vegna beinbrota, þar sem mælt er með tveggja vikna meðferð og að hámarki 4 vikna meðferðarlengd.
  • Við Pagetssjúkdómi í sjúklingum sem að svara ekki öðrum meðferðarúrræðum eða samsvarandi meðferðir henta ekki og er þá miðað við að meðferðarlengd sé að hámarki 3 mánuðir.
  • Til meðferðar við blóðkalsíumhækkun vegna illkynja sjúkdóms.

Ráðleggingar til sjúklinga

Sjúklingar sem nota calcitonin nefúða ( á markaði sem Miacalcic Nasal hér á landi) skulu hafa samband við lækni.

Nánari upplýsingar má sjá í fréttatilkynningu CHMP nefndarinnar

Spurningar og svör  lyfjastofnunar Evrópu varðandi mat á lyfjum sem innihalda calcitonin.
Til baka Senda grein