Fréttir

Ný lyf á markað 1.ágúst 2012

Stutt samantekt um ný lyf á markaði 1.ágúst 2012

2.8.2012

Ný lyf

Alprazolam Krka Hver forðatafla inniheldur 0,5 mg, 1 mg eða 2 mg af alprazolami. Lyfið tilheyrir flokki lyfja sem kallast benzódíazepín. Lyfið er notað við meðferð gegn felmtursröskun og einkennum kvíða. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Dificlir Lyfið er sýklalyf sem inniheldur virka efnið fídaxómísín. Það er notað til að meðhöndla fullorðna einstaklinga með sýkingar í slímhúð ristils af völdum ákveðinnar bakteríu sem kallast Clostridíum difficile. Lyfið er sjúkrahúslyf (S).

Simvastatin Bluefish Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 10 mg, 20 mg eða 40 mg af Simvastatíni. Lyfið er notað til að minnka magn LDL kólesteróls og ákveðinna fituefna sem kallast þríglýseríð í blóði. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Solaraze Lyfið er húðkrem sem að inniheldur díklófenak. Það er borið á húð til meðhöndlunar á húðkvilla sem kallast geislunar- eða sólarhornlagskvilli og orsakast af langtímaáhrifum sólar. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Terbinafin BMM Pharma Lyfið inniheldur virka efnið terbínafín sem er sveppalyf og er notað við sveppasýkingum í húð, tá og fingurnöglum. Lyfið er einnig notað til að meðhöndla klofsvepp (tinea) í nára. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Zelboraf Lyfið er krabbameinslyf sem inniheldur virka efnið vemurafenib. Það er notað til að meðhöndla sortuæxli sem dreifst hefur til annarra líkamshluta eða ekki er hægt að fjarlægja með skurðaðgerð. Lyfið er sjúkrahúslyf (S).

Nýtt lyfjaform

Glypressin er stungulyf sem inniheldur virka efnið terlipressínasetat. Það er notað til meðhöndlunar á blæðandi æðahnútum í vélinda. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Sjá lista
Til baka Senda grein