Fréttir

MabCampath afskráð

Markaðsleyfishafi hefur óskað eftir niðurfellingu markaðsleyfis MabCampath.

15.8.2012

MabCampath fékk markaðsleyfi á Evrópska efnahagssvæðinu 6. júlí árið 2001 til meðferðar hjá sjúklingum með langvarandi B-eitilfrumuhvítblæði (B-CLL) þar sem samsett krabbameinslyfjameðferð með flúdarabíni hentar ekki.

Markaðsleyfishafinn, Genzyme Europe B.V. óskaði eftir niðurfellingu markaðsleyfis lyfsins af markaðsástæðum og framkvæmdastjórn Evrópusambandsins staðfesti ákvörðun markaðsleyfishafans þann 8.ágúst 2012.

Markaðsleyfishafinn hefur skuldbundið sig til að tryggja að sjúklingar sem að þurfa á meðferð með MabCampath að halda vegna B-eitilfrumuhvítblæði og sumra annarra ábendinga er tengjast líffæraígræðslu/krabbameinum hafi áfram aðgang að lyfinu í gegnum undanþágukerfi Lyfjastofnunar.
Til baka Senda grein