Fréttir

Ný dýralyf á markað 1. október

Stutt samantekt um ný dýralyf á markaði 1. október 2012

3.10.2012

Malaseb vet. Hársápa handa hundum og köttum. Hver ml inniheldur klórhexidíntvíglúkonat 20 mg (samsvarar klórhexidíni 11,26 mg) og miconazolnítrat 20 mg (samsvarar miconazoli 17,37 mg). Hundar: Til meðferðar og fyrirbyggjandi meðferðar við flösuhúðbólgu af völdum Malassezia pachydermatis og Staphylococcus intermedius. Kettir: Ásamt griseofulvini til hjálpar í meðferð við hringormi (sveppasýkingu) af völdum Microsporum canis. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Otimectin vet. Eyrnahlaup fyrir ketti. Hvert gramm eyrnahlaups inniheldur  ivermectin 1 mg. Lyfið er ætlað til notkunar við eyrnamaur (Otodectes cynotis) í köttum. Lyfið er selt án lyfseðils.

Sjá lista

Til baka Senda grein