Fréttir

Skýrsla EMA um sölu sýklalyfja handa dýrum

Lyfjastofnun Evrópu hefur birt skýrslu um sölu sýklalyfja handa dýrum árið 2010.

17.10.2012

Lyfjastofnun Evrópu hefur birt skýrslu um sölu sýklalyfja handa dýrum árið 2010. Skýrslan er unnin á vegum „European Surveillance of Veterinary Antimicrobial Consumption (ESVAC) project“ sem Lyfjastofnun tekur þátt í. Í skýrslunni eru upplýsingar frá 19 EES ríkjum, þ.m.t. frá Íslandi.

Mjög mikilvægt er að nota sýklalyf skynsamlega til að koma í veg fyrir ónæmi baktería gegn sýklalyfjum og útbreiðslu ónæmis. ESVAC skýrslan gefur ríkjum innan EES tækifæri til að bera notkun sýklalyfja handa dýrum saman við notkun í öðrum EES ríkjum og hana má nota sem lið í stefnumörkun um notkun sýklalyfja handa dýrum.

Til baka Senda grein