Fréttir

Trilafon töflur af markaði

MSD hættir framleiðslu á Trilafon töflum

24.10.2012

MSD hefur tilkynnt Lyfjastofnun að framleiðslu á Trilafon (perfenazín) töflum 2 mg, 4 mg og 8 mg verði hætt.
 

Trilafon 2 mg töflur fara af markaði 1.desember 2012 og 4 mg og 8 mg töflurnar verða í síðasta lagi teknar af markaði 1. febrúar 2013. Trilafon dekanoat stungulyf verður áfram á markaði á Íslandi.

MSD, markaðsleyfishafa Trilafon, bendir á að samheitalyfið Peratsin (perfenazín) 2 mg, 4mg og 8 mg töflur sé framleitt. Peratsin hefur ekki markaðsleyfi á Íslandi og er því ávísun þess bundin við undanþágulyfseðla.
Til baka Senda grein