Fréttir

Lyfjastofnun Evrópu hefur lokið könnun á nýjum gögnum um öryggi bólgueyðandi gigtarlyfja (NSAID)

Lyfjastofnun Evrópu EMA ályktar að ávinningur við notkun bólgueyðandi gigtarlyfja (NSAID) sé meiri en áhættan.

24.10.2012

Sérfræðinganefnd Lyfjastofnunar Evrópu,CHMP, komst að því að niðurstöður nýrri rannsókna styrki niðurstöður eldri rannsókna.
 

Niðurstöður sérfræðinganefndarinnar gefa til kynna að núverandi notkunarleiðbeiningar lyfja sem að innihalda naproxen og íbúprófen séu fullnægjandi. Nýjar rannsóknir á díklófenaki virðast sýna örlítið aukna áhættu á hjarta og æðasjúkdómum, sem svipar til hættunnar sem COX-2 hemlarnir valda.

Í framhaldi af þessu ákvað sérfræðinganefndin að fela sérfræðinganefnd Lyfjastofnunar Evrópu um lyfjagát (PRAC) að meta hvort núverandi notkunarleiðbeiningar díklófenaks séu fullnægjandi.

Sjá nánar af vef Lyfjastofnunar Evrópu.

Til baka Senda grein