Fréttir

Merking lyfja sem háð eru sérstökum skilyrðum eða öryggistakmörkunum

Frá 1. nóvember verða lyf sem háð eru sérstökum skilyrðum eða öryggiskröfum við notkun merkt í Lyfjaupplýsingum/Sérlyfjaskrá

30.10.2012

Markaðssetning nokkurra lyfja er háð skilyrðum sem markaðsleyfishafi þarf að uppfylla til að lágmarka áhættu og tryggja rétta verkun við notkun þeirra.
 

Listi yfir þessi lyf ásamt upplýsingum um skilyrðin og öryggiskröfurnar er á vef Lyfjastofnunar. Í mörgum tilfellum eru skilyrðin fólgin í útgáfu fræðsluefnis fyrir heilbrigðisstarfsfólk og sjúklinga.

Nauðsynlegt er að læknar og tannlæknar sem ávísa þessum lyfjum kynni sér skilyrðin.

Frá næstu mánaðarmótum verða þessi lyf merkt þríhyrningi með upphrópunarmerki í Lyfjaupplýsingum/Sérlyfjaskrá.

Til stendur að lyf þessi verði einnig merkt í öllum tölvugrunnum sem læknar og lyfjafræðingar nota við ávísun og afgreiðslu lyfja.

Til baka Senda grein