Fréttir

Ný lyf á markað 1. nóvember 2012

Stutt samantekt um ný lyf á markaði 1. nóvember 2012

6.11.2012

Escitalopram Portfarma Hver filmhúðuð tafla inniheldur 5 mg, 10 mg eða 20 mg af

escítalópram oxalat. Lyfið er ætlað til meðferðar gegn alvarlegum þunglyndisköstum, felmtursröskun (panic disorder) með eða án víðáttufælni (agoraphobia), meðferðar gegn félagsfælni, gegn almennri kvíðaröskun (GAD) og þráhyggju- og árátturöskun (OCD). Lyfið er lyfseðilsskylt.

Jakavi Hver tafla inniheldur 5 mg, 15 mg eða 20 mg af ruxolitin fosfati. Lyfið er ætlað til meðferðar við sjúkdómstengdri miltisstækkun eða einkennum hjá fullorðnum sjúklingum með frumkomið mergnetjuhersli (primary myelofibrosis) (einnig þekkt sem langvinnt margnetjuhersli af óþekktum orsökum), margnetjuhersli í kjölfar frumkominnar rauðkornafjölgunar (post polycythaemia vera myelofibrosis) eða margnetjuhersli í kjölfar sjálfvakinnar blóðflagnafjölgunar (post essential thrombocythaemia myelofibrosis). Lyfið er lyfseðilsskylt og ávísun þess er bundin við sérfræðinga í blóðsjúkdómum.

Pioglitazone Teva Pharma Hver tafla inniheldur 15 mg pioglitazón hýdróklóríði. Lyfið er ætlað sem annar eða þriðji valkostur við meðferð á sykursýki af tegund 2 hjá fullorðnum sjúklingum (sérstaklega of þungum sjúklingum). Lyfið er einnig ætlað til samhliða meðferðar með insúlíni hjá fullorðnum sjúklingum með sykursýki af tegund 2 þegar ekki næst fullnægjandi stjórn á blóðsykri á insúlín meðferð og metformín á ekki við. Lyfið er lyfseðillskylt og sala þess á Íslandi er óheimil nema að uppfylltum sérstökum öryggiskröfum.

Riluzol Actavis Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 50 mg af rílúzóli. Lyfiðer notað til að lengja líf eða tímann, þar til öndunarhjálp er nauðsynleg hjá sjúklingum með hliðarstrengjahersli (amyotropic lateral sclerosis (ALS)). Lyfið er lyfseðilsskylt.

Signifor Stungulyf, lausn. Hver lykja með 1 ml inniheldur 0,3 mg af pasireotidi (sem pasireotid diaspartat). Lyfið ætlað til meðferðar hjá fullorðnum sjúklingum með Cushings sjúkdóm þegar skurðaðgerð er ekki möguleg eða þegar skurðaðgerð hefur ekki borið árangur. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Valsartan/Hydrochlorothiazide ratiopharm Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 80 mg af valsartani og 12,5 mg af hýdróklórtíazíði eða 160 mg af valsartani og 12,5 mg af hýdróklórtíazíði eða 160 mg af valsartani og 25 mg af hýdróklórtíazíði. Lyfið er ætlað til meðferðar við háþrýstingi (essential hypertension) hjá fullorðnum og einnig ætlað sjúklingum þar sem ekki næst nægilega góð stjórn á blóðþrýstingi með valsartani eða hýdróklórtíazíði einu sér.

Sjá lista

Til baka Senda grein