Fréttir

Lyfjastofnun og Frumtök í samvinnu um merki

Sérstakt merki fyrir sendingar fræðsluefnis, sem er forsenda markaðsleyfis ákveðinna lyfja, og aðrar mikilvægar öryggisupplýsingar.

29.11.2012

Lyfjastofnun og Frumtök hafa í samvinnu látið hanna merki sem ætlað er til að prenta eða líma á sendingar, til lækna og annars heilbrigðisstarfsfólks, með fræðsluefni, sem markaðsleyfishöfum er skylt að útbúa samkvæmt skilyrðum markaðsleyfis sumra lyfja.
 

Markaðsleyfishafar sem eiga aðild að þessu samkomulagi skuldbinda sig til að nota merkið ávallt til að auðkenna slíkt fræðsluefni. Óheimilt er að nota merkið í öðrum tilgangi.

Öllum markaðsleyfishöfum lyfja á Íslandi er velkomið að gerast aðilar að þessu samkomulagi. Ósk um það þarf að berast Lyfjastofnun á netfangið lyfjastofnun@lyfjastofnun.is.

Frá undiritun samkomulagsins. F.v. Þorbjörn Jónsson formaður stjórnar Læknafélags Íslands, Jakob Falur Garðarsson framkvæmdastjóri Frumtaka, Helga Þórisdóttir settur forstjóri Lyfjastofnunar og Almar Guðmundsson framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.

Til baka Senda grein