Til markaðsleyfishafa – Sérmerking öryggisupplýsinga sem sendar eru í samráði við Lyfjastofnun
Markaðsleyfishafar eru hvattir til að sækja um aðild að samkomulagi Lyfjastofnunar og Frumtaka
Þar sem auðkenningin er talin mikilvægur liður í að tryggja öryggi við nokun lyfja á Íslandi hvetur Lyfjastofnun alla markaðsleyfishafa sérlyfja á Íslandi, að gerst aðilar að samkomulaginu.
Óskað er eftir því að markaðsleyfishafar sæki um aðild með því að senda beiðni á netfangið lyfjastofnun@lyfjastofnun.is
Þegar Lyfjastofnun hefur móttekið umsókn verður merkið sent viðkomandi markaðsleyfishafa í rafraænni útgáfu. Merkið má prenta beint á umslög eða á límmiða sem límdir verða á þau. Merkið má eftir atvikum einnig nota þegar umrætt efni er sent með tölvupósti eða símbréfum.