Fréttir

Ný lyf á markað 1. febrúar 2013

Stutt samantekt um ný lyf á markaði 1. febrúar 2013

6.2.2013

Amoxin comp,  filmuhúðuð tafla. Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 1004,5 mg af amoxicillin tríhýdrati, sem jafngildir 875 mg af amoxicillini og 148,9 mg af kalíum clavulanati, sem jafngildir 125 mg af clavulansýru. Lyfið er ætlað við sýkingum hjá fullorðnum og börnum við m.a. skútabólgu, miðeyrnabólgu, berkjubólgu og lungnabólgu. Hafa skal hliðsjón af opinberum leiðbeiningum um viðeigandi notkun sýklalyfja. Lyfið er lyfseðilsskylt.
 

Amoxin comp,  mixtúruduft, dreifa. Hver ml af tilbúinni mixtúru (jafngildir 0,160 g af dufti) inniheldur 91,8 mg af amoxicillin þríhýdrati sem jafngildir 80 mg af amoxicillini og 13,6 mg kalíum clavulanati sem jafngildir 11,4 mg af clavulansýru. Lyfið er ætlað við sýkingum hjá fullorðnum og börnum við m.a. skútabólgu, miðeyrnabólgu, berkjubólgu og lungnabólgu. Hafa skal hliðsjón af opinberum leiðbeiningum um viðeigandi notkun sýklalyfja. Lyfið er lyfseðilsskylt.

M-M-RVAXPRO, stungulyfsstofn og leysir, dreifa. Bóluefni gegn mislingum, hettusótt og rauðum hundum. Lyfið inniheldur lifandi, veiklaðar veirur. Lyfið er ætlað til samhliða bólusetningar gegn mislingum, hettusótt og rauðum hundum hjá einstaklingum frá 12 mánaða aldri. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Moclobemid-ratiopharm,  filmuhúðaðar töflur.  Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 150 mg eða 300 mg af moclobemidi. Lyfið  er ætlað til meðferðar við alvarlegu þunglyndi. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Nicovel Fruit,  lyfjatyggigúmmí. Hvert stykki af tyggigúmmíi inniheldur 2 mg af nikótíni sem nikótín resinat. Lyfið er ætlað fullorðnum til meðferðar við tóbaksfíkn með því að draga úr fráhvarfseinkennum, þ.m.t. nikótínþörf, og auðvelda reykingamönnum að hætta að reykja Lyfið er selt án lyfseðils.

Nicovel Mint lyfjatyggigúmmí. Hvert stykki af tyggigúmmíi inniheldur 2 mg af nikótíni sem nikótín resinat. Lyfið er ætlað fullorðnum til meðferðar við tóbaksfíkn með því að draga úr fráhvarfseinkennum, þ.m.t. nikótínþörf, og auðvelda reykingamönnum að hætta að reykja Lyfið er selt án lyfseðils.

Peratsin  Hver tafla inniheldur 2 mg, 4 mg eða 8 mg af perphenazíni. Lyfið er ætlað til meðferðar við geðrofi, geðklofa og sem fyrirbyggjandi meðferð gegn verulegri ógleði og uppköstum. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Seromex, hylki. Hvert hylki inniheldur 20 mg af fluoxetini.Lyfið er ætlað til meðhöndlunar á alvarlegu þunglyndi, áráttu-þráhyggjuröskun (obsessive-compulsive disorder) og lotugræðgi (bulimia nervosa) hjá fullorðnum. Hjá börnum og unglingum er lyfið ætlað til meðhöndlunar á miðlungs til alvarlegum þunglyndisköstum, sem ekki lagast eftir samtalsmeðferð. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Sertralin Bluefish, filmuhúðaðar töflur. Hver filmuhúðuð tafla inniheldur sertralin hýdróklóríð, sem jafngildir 50 mg af sertralini. Lyfið er ætlað til meðferðar við alvarlegum þunglyndisköstum, til að fyrirbyggja endurkomu alvarlegs þunglyndis, felmtursröskun (ofsahræðsla) með eða án víðáttufælni, þráhyggju-árátturöskun (obsessive compulsive disorder (OCD)) hjá fullorðnum og börnum og unglingum á aldrinum 6 – 17 ára. Lyfið er einnig ætlað til meðferðar við félagslegri kvíðaröskun (Social anxiety disorder) og áfallastreituröskun (Post-Traumatic Stress Disorder (PTSD)). Lyfið er lyfseðilsskylt.

Sjá lista

Til baka Senda grein