Fréttir

Lyfjastofnun Evrópu tekur til skoðunar lyf sem innihalda blöndu af cyproteroni og etinylestradioli - Uppfærð frétt frá 31.1.2013

Ný fréttatilkynning frá Lyfjastofnun Evrópu

8.2.2013

Lyf sem innihalda blöndu af cyproteroni og etinylestradiol eru víða notuð í Evrópu. Á Íslandi eru tvö lyf á markaði sem innihalda þessi virku efni, Diane mite og Cypretyl.                     
 
Lyfin eru ætluð til meðhöndlunar á andrógenháðum kvillum í húð kvenna en ekki sem getnaðarvarnarlyf nema hjá konum sem eru með andrógenháð einkenni í húð.
 

Í fréttatilkynningu frá Lyfjastofnun Evrópu, EMA, kemur fram að sérfræðinefnd stofnunarinnar sem sér um eftirlit með ávinningi og áhættu lyfja, PRAC, muni meta öll fyrirliggjandi gögn um þessi lyf og að mati loknu ráðleggja hvort markaðsleyfi skuli breytt eða innkallað.

Konum, sem taka þessi lyf, er bent á að hætta ekki notkun þeirra nema í samráði við lækni.

Fréttatilkynning EMA frá 30.1.2013

Fréttatilkynning EMA frá 8.2.2013

Til baka Senda grein