Fréttir

Zopiklon Mylan 5 mg töflur af markaði

Zopiklon Mylan 5 mg töflur 30 stk verða felldar úr lyfjaskrám 1. mars næstkomandi samkvæmt ósk markaðsleyfishafa.

21.2.2013

Við brottfellingu þessa lyfs fer af markaði eina pakkningin í þessum styrkleika sem hægt var að ávísa með lyfseðli.
 
Áfram er á markaði Zopiclone Actavis 5 mg filmuhúðaðar töflur 500 stk pakkning en sú pakkning er eingöngu ætluð til notkunar í vélskömmtun eða á sjúkrahúsum.
 
Sjá einnig: Af hverju eru markaðsleyfi lyfja felld niður (lyf afskráð) eða lyf tekin af markaði?
Til baka Senda grein