Fréttir

Ný lyf á markað 1. mars 2013

Stutt samantekt um ný lyf á markaði 1. mars 2013

4.3.2013

Afipran endaþarmsstílar, töflur og stungulyf. Hver endaþarmsstíll inniheldur 20 mg af metóklópramíðhýdróklóríði. Hver tafla inniheldur 10 mg af metóklópramíðhýdróklóríð. Hver ml stungulyfs inniheldur 5 mg af metóklópramíðhýdróklóríði. Lyfið er ætlað við: meltingartruflunum eða öðrum röskunum á starfsemi meltingarfæra sem valda tilhneigingu til seinkunar á magatæmingu; spennuleysi í þörmum eftir skurðaðgerð; röntgenmyndatöka af maga og þörmum;  ógleði og uppköstum; sem viðbót við meðferð við mígreni til þess að draga úr einkennum frá meltingarfærum; til reynslu við vélindabakflæði. Lyfið er lyfseðilsskylt.
 

Albuman innrennslislyf, lausn. Hver lítri inniheldur 40 g (4%) eða 200 mg (20%)af próteini þar sem að minnsta kosti 95% er manna albúmín. Lyfið er ætlað til endurheimtingar og viðhalds vökvarúmmáls í blóðrásinni þegar sýnt hefur verið fram á rúmmálsskort og notkun kvoðulausnar hentar. Val á albúmíni í stað tilbúinnar kvoðulausnar er háð klínísku ástandi hvers sjúklings í samræmi við opinberar leiðbeiningar. Lyfið er S-merkt.

Amoxicilline Actavis Disper töflur. Hver tafla inniheldur amoxicillín þríhýdrat samsvarandi 375 mg, 500 mg eða 750 mg af amoxicillíni. Lyfið er notað við meðhöndlun á sýkingum af völdum örvera sem eru næmar fyrir amoxicillíni. Lyfið hentar ekki börnum yngri en eins árs. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Amoxin filmuhúðaðar töflur. Hver filmuhúðuð tafla inniheldur amoxicillin þríhýdrat í magni sem samsvarar 375 mg, 500 mg eða 750 mg af amoxicillini. Lyfið er ætlað til meðferðar við sýkingum af völdum Gram neikvæðra og Gram jákvæðra baktería sem eru næmar fyrir amoxicillini. Við meðferð með sýklalyfjum skal hafa í huga sýklalyfjaónæmi og opinberar leiðbeiningar um viðeigandi notkun sýklalyfja á hverjum stað. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Apomorfin PharmSwed innrennslislyf. Hver ml inniheldur 5 mg af apómorfínhýdróklóríði. Lyfið er ætlað til meðferðar  við sveiflum í hreyfingum („on-off“ fyrirbrigði) hjá sjúklingum með Parkinsons-sjúkdóm sem ekki næst fullnægjandi stjórn á einkennum hjá með Parkinsonslyfjum til inntöku. Lyfið er lyfseðilsskylt og ávísun þess er bundin við sérfræðinga í taugasjúkdómum.

Cinryze stungulyfsstofn og leysir, lausn. Hvert einnota hettuglas með stungulyfsstofni inniheldur 500 einingar af C1-hemli (manna). Lyfið er ætlað sem og fyrirbyggjandi meðferð fyrir aðgerðir við ofsabjúgsköstum hjá fullorðnum og unglingum sem eru með arfgengan ofsabjúg (hereditary angioedema (HAE)). Regluleg fyrirbyggjandi meðferð við ofsabjúgsköstum hjá fullorðnum og unglingum sem fá alvarleg og endurtekin köst arfgengs ofsabjúgs (hereditaryangioedema (HAE)) sem ekki þola meðferð til inntöku eða meðferð til inntöku veitir ófullnægjandi vörn og hjá sjúklingum sem fá ófullnægjandi meðferð með endurtekinni bráðameðferð. Sala lyfsins á Íslandi er óheimil nema uppfyllt hafi verið skilyrði sem fram koma í viðauka IV við markaðsleyfi. Sjá öryggisupplýsingar. Lyfið er lyfseðilsskylt og ávísun þess er bundin við sérfræðinga í ónæmisfræði.

Cloxabix hörð hylki. Hvert hylki inniheldur celecoxib 100 mg eða 200 mg. Lyfið er ætlað til meðhöndlunar á einkennum slitgigtar, iktsýki, og hryggiktar. Ákvörðun um að ávísa sérhæfðum COX-2 hemli skal grundvallast á mati á heildaráhættu hvers sjúklings. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Monoprost, augndropar, lausn í stakskammtaíláti. Einn ml af augndropum, lausn inniheldur 50 míkróg af latanóprosti. Einn dropi inniheldur um það bil 1,5 míkrógrömm af latanóprosti. Hjálparefni með þekkta verkun: 1 ml af augndropum inniheldur 50 mg af makrógólglýcerólhýdroxýsterati 40 (hertri fjöloxýllaxerolíu). Lyfið er ætlað til lækkunar  augnþrýstings hjá sjúklingum með gleiðhornsgláku (open angle glaucoma) og hækkaðan augnþrýsting. Lyfið er lyfseðilsskylt

Sjá lista

Til baka Senda grein