Fréttir

Merking öryggisupplýsinga og fræðsluefnis til heilbrigðisstarfsfólks

Merki fyrir öryggisupplýsingar og fræðsluefni til heilbrigðisstarfsfólks má nota í bréf til heilbrigðisstarfsfólks

21.3.2013

Fyrir ábendingu lyfjafyrirtækja innan Frumtaka mælir Lyfjastofnun nú með því, að merkið sem hannað var til þess að prenta eða líma á umslög, og ef við ætti til auðkenningar á símbréfum eða tölvupósti, verði einnig notað í bréfum til heilbrigðisstarfsfólks sem yfirfarin eru hjá Lyfjastofnun.

Þetta á við hvort sem um er að ræða einstök bréf (Direct Healthcare Professional Communication (DHPC)) eða fylgibréf með sérstökum öryggisupplýsingum/fræðsluefni.

Eftir sem áður skal efnið alltaf notað á umslög, hvort sem bréfin sjálf eru auðkennd á sama hátt eða ekki.

Minnt er á að einungis má nota merkið þegar um er að ræða efni sem dreift er að kröfu eða með sérstöku samþykki Lyfjastofnunar.

Til baka Senda grein