Fréttir

Ný lyf á markað 1. apríl 2013

Stutt samantekt um ný lyf á markaði 1. apríl 2013

4.4.2013

Aclovir, töflur. Hver tafla inniheldur 200 mg af acicloviri. Lyfið er ætlað til meðferðar við Herpes simplex-veirusýkingum í húð og slímhúð, þ.m.t. upphafssýkingu og endurteknum sýkingum á kynfærum. Lyfið erlyfseðilsskylt.                                                                      

Aloxi, stungulyf lausn. Hvert hettuglas með 5 ml af lausn inniheldur 250 míkrógrömm af palonósetróni sem hýdróklóríði. Lyfið er ætlað til að koma í veg fyrir ógleði og uppköst hjá fullorðnum í tengslum við krabbameinslyfjameðferð. Lyfið er lyfseðilsskylt.

APROKAM, stungulyfsstofn, lausn til inndælingar í augnhólf. Hvert hettuglas inniheldur 50 mg af cefúroxími sem 52,6 mg af cefúroxímnatríum. Eftir blöndun með 5 ml af leysi inniheldur 0,1 ml af lausn 1 mg af cefúroxími.  Lyfið er ætlað til varnandi meðferðar gegn innri augnknattarbólgu (endopthalmitis) eftir dreraðgerð. Lyfið er lyfseðilsskylt og ávísun þess er bundin við sérfræðinga í augnlækningum.

Benidette, töflur. Hver tafla inniheldur 150 μg af desógestreli og 20 μg af etinýlestradíóli. Lyfið er ætlað sem getnaðarvörn til inntöku. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Dapsone, töflur. Hver tafla inniheldur dapson 50 mg. Lyfið er ætlað til meðhöndlunar á öllum tegundum af holdsveiki og ristillíkri húðbólgu (dermatitis herpetiformis). Einnig sem fyrirbyggjandi meðferð gegn malaríu og lungnabólgu af völdum Pneumocystis carinii hjá ónæmisbældum sjúklingum. Lyfið er lyfseðilsskylt og ávísun þess er bundin við sérfræðinga í smit- og húðsjúkdómum.

Diclomex, magasýruþolnar töflur. Hver magasýruþolin tafla inniheldur 50 mg af diclofenac natríum. Lyfið er ætlað við gigtarsjúkdómum sem valda bólgu og hrörnun s.s. iktsýki eða öðrum tegundum fjölliðagigtar, hryggikt, hryggjarliðbólgu, slitgigt og gigtarsjúkdómum í mjúkvef. Einnig er lyfið ætlað við bólgum og verkjum eftir slys eða aðgerðir, einnig tannaðgerðir og tíðaverkjum án undirliggjandi sjúkdóms. Lyfið er lyfseðilsskylt

Docetaxel Actavis, innrennslisþykkni, lausn. Hvert 4 ml stakskammta hettuglas inniheldur 80 mg dócetaxel og hvert 7 ml stakskammta hettuglas inniheldur 140 mg dócetaxel. Lyfið er ætlað til meðferðar við ýmsum krabbameinssjúkdómum með öðrum lyfjum. Lyfið er lyfseðilsskylt og ávísun þess er bundin við sérfræðinga í krabbameinslækningum og kvensjúkdómum.

Donepezil Bluefish, filmuhúðaðar töflur. Hver filmuhúðuð tafla inniheldur donepezil hýdróklóríð einhýdrat, sem jafngildir 5 mg eða 10 mg af donepezil hýdróklóríði. Lyfið er ætlað til meðferðar við einkennum vægra til meðalsvæsinna vitglapa vegna Alzheimer sjúkdóms. Lyfið er lyfseðilsskylt.

EDURANT, filmuhúðaðar töflur. Hver filmuhúðuð tafla inniheldur rilpivirin hýdróklóríð sem samsvarar 25 mg af rilpivirini. Lyfið er ætlað, samhliða öðrum andretróveirulyfjum, til meðferðar við alnæmisveirusýkingu hjá fullorðnum sem ekki hafa áður fengið andretróveirumeðferð.  Lyfið er lyfseðilsskylt og ávísun þess er bundin sérfræðingum í smitsjúkdómum.

Hemosol B0, blóðskilunar-/blóðsíunarlausn. Lyfjaformið samanstendur af tveggja hólfa PVC eða pólýólefínpoka sem inniheldur blóðsaltalausn og stuðpúðalausn. Lyfið er ætlað sem uppbótarlausn við blóðsíun (haemofiltration) og blóðskilun (haemodiafiltration) vegna nýrnabilunar. Lyfið er lyfseðilsskylt og ávísun þess er bundin við sérfræðinga í nýrnasjúkdómum.

Ketador vet., stungulyf, lausn. 1 ml inniheldur ketamín (sem hýdróklóríð) 100 mg. Lyfið er ætlað hestum, nautgripum, svínum, hundum og köttum. Lyfið er ætlað til að framkalla hreyfingarleysi við minni háttar skurðaðgerðir og til innleiðingar á svæfingu ásamt öðrum lyfjum. Eingöngu dýralæknr mega gefa lyfið (D). Lyfið er eftirritunarskylt.

Kuvan, lausnartafla. Hver lausnartafla inniheldur 100 mg af sapropteríntvíhýdróklóríði sem jafngildir 77 mg af sapropteríni. Lyfið er ætlað til meðferðar við of háu fenýlalaníni í blóði (hyperphenylalaninemia (HPA)) hjá fullorðnum og börnum 4 ára og eldri með fenýlketonmigu (PKU). Lyfið er lyfseðilsskylt og ávísun þess er bundin við sérfræðinga í barnalækningum og nýrnasjúkdómum.

Nurofen Apelsin, mixtúra, dreifa. Hver ml af mixtúru, dreifu inniheldur 40 mg af íbúprófeni. Lyfið er ætlað til skammtímameðferðar gegn vægum til miðlungi alvarlegum verkjum og til skammtímameðferðar gegn hita. Lyfið er selt án lyfseðils.

Zinforo, stofn fyrir innrennslisþykkni, lausn. Hvert hettuglas inniheldur ceftarólín fosamíl ediksýru einhýdrat upplausn sem jafngildir 600 mg af ceftarólín fosamíli. Eftir blöndun inniheldur 1 ml af lausn 30 mg af ceftarólín fosamíli. Lyfið er ætlað fyrir fullorðna til meðferðar við flóknum sýkingum í húð og mjúkvefjum (complicated skin and soft tissue infections (cSSTI)) og einnig við lungnabólgu sem smitast hefur utan sjúkrahúss (community-acquired pneumonia (CAP)). Lyfið er lyfseðilsskylt og ætlað til notkunar á sjúkrahúsum (S-merkt).

Sjá lista
Til baka Senda grein