Fréttir

Fylgiseðill á íslensku er með lyfjapakkningum

Lyfjastofnun vekur athygli á mikilvægi fylgiseðilsins sem er uppfærður eftir því sem þekking á lyfinu eykst.

11.4.2013

Að gefnu tilefni vill Lyfjastofnun vekja athygli á að með umbúðum lyfja sem  hafa markaðsleyfi á Íslandi og eru markaðssett skulu vera fylgiseðlar á íslensku með upplýsingum ætluðum notendum, sbr. 30. gr. reglugerðar nr. 141/2011 um markaðsleyfi sérlyfja, merkingar þeirra og fylgiseðla. Nýjustu útgáfu fylgiseðils er að finna á vef stofnunarinnar www.serlyfjaskra.is/
 

Lyfjastofnun vill ennfremur vekja athygli á að á vef stofnunarinnar eru ítarlegar upplýsingar um fylgiseðla, efnistök í þeim og uppsetningu.

Lyfjastofnun hefur einnig gefið út upplýsingaspjald um fylgiseðla.

Fylgiseðlar fylgja flestum lyfjapakkningum, undantekning frá því eru lyf án markaðsleyfis, en þá er notkun leyfð samkvæmt beiðni læknis og á ábyrgð hans, og vegna annarra sérstakra ástæðna. Samkvæmt 1. mgr. 1. gr. lyfjalaga nr. 93/1994 og 30. gr. reglugerðar nr. 141/2011 eiga allir sem fá lyf rétt á að fá afhenta fylgiseðla, hvort sem þeir fá lyfin í lyfjabúðum, á heilsugæslustöðvum eða á sjúkrastofnunum.

Til baka Senda grein