Fréttir

Til markaðsleyfishafa – Breyting á samþykktu staðalheiti lyfjaforms

Stytting á samþykktu staðalheiti lyfjaforms

18.4.2013

Lyfjastofnun fyrirhugar að breyta íslenskri þýðingu á staðalheitinu „Oral lyophilisate“ úr „Frostþurrkuð tafla til inntöku“ í „Frostþurrkuð tafla“. Tilgangurinn er fyrst og fremst sá að stytta staðalheitið, m.a. til að auðvelda framleiðslu fjöllanda pakkninga (minni áletranir).
Áður en breytt þýðing verður send EDQM til birtingar er hagsmunaaðilum boðið að senda Lyfjastofnun athugasemdir við breytinguna á netfangið lyfjastofnun@lyfjastofnun.is auðkennt athugasemd við breytt staðalheiti, eigi síðar en 24. apríl n.k. 
Til baka Senda grein