Fréttir

Ný lyf á markað 1. maí 2013

Stutt samantekt um ný lyf á markaði 1. maí 2013

7.5.2013

Carboplatin Actavis, innrennslisþykkni, lausn. Hver ml inniheldur 10 mg af carboplatini. Lyfið er ætlað til meðferðar við langt gengnu krabbameini í eggjastokkum og smáfrumukrabbameini í lungum. Lyfið er sjúkrahúslyf og ávísun þess er bundin við sérfræðinga í krabbameinslækningum og kvensjúkdómum.
 

Cardil, forðatöflur. Hver forðatafla inniheldur 120 mg af diltiazemhýdróklóríði. Lyfið er ætlað til að til að fyrirbyggja hjartaöng og háþrýsting. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Constella, hörð hylki. Hvert hart hylki inniheldur 290 mg af línaklótíði. Lyfið er ætlað til einkennameðferðar á miðlungs til svæsinni iðraólgu með hægðatregðu (irritable bowel syndrome with constipation - IBS-C) hjá fullorðnum. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Diuramin, töflur. Hver tafla inniheldur amilorid hýdróklóríð 5 mg og hydrochlorothiazid 50 mg og hver tafla af Diuramin mite inniheldur amilorid hýdróklóríð 2,5 mg og hydrochlorothiazid 25 mg. Lyfin eru ætluð til meðferð við háþrýstingi, skertri hjartastarfsemi og bjúgi og skinuholsvökva í tengslum við skorpulifur. Lyfin eru lyfseðilsskyld.

Inlyta, filmuhúðaðar töflur. Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 1 mg eða 5 mg af axitinibi. Lyfið er ætlað til meðferðar við langt gengnu nýrnakrabbameini hjá fullorðnum sjúklingum, eftir að fyrri meðferðir hafa brugðist. Lyfið er sjúkrahúslyf og ávísun þess er bundin við sérfræðinga í krabbameinslækningum.

Leflunomide ratiopharm, filmuhúðaðar töflur. Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 20 mg af virka efninu leflúnómíði. Lyfið er ætlað til meðferðar á fullorðnum sjúklingum með

virka iktsýki, sem sjúkdómstemprandi gigtarlyf. Ávísun lyfsins er bundin við sérfræðinga í gigtarsjúkdómum. Markaðssetning á Íslandi er háð því að Lyfjastofnun hafi staðfest að sérstök skilyrði er varða öryggi og verkun við notkun lyfsins séu uppfyllt.

Noradrenalin Abcur, innrennslisþykkni, lausn. Hver ml af innrennslisþykkni, lausn, inniheldur 2 mg noradrenalíntartrat, sem samsvarar 1 mg af noradrenalíni. Lyfið er ætlað til skammtímameðferðar við bráðum lágþrýstingi, svo sem vegna blóðsýkingarlosts (septic shock). Lyfið er sjúkrahúslyf.

Olanzapin Sandoz, filmuhúðaðar töflur. Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 5 mg eða 10 mg af olanzapini. Lyfið er ætlað til meðferðar við geðklofa og til framhaldsmeðferðar til að viðhalda bata sjúklinga sem hafa sýnt bata í byrjun meðferðar. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Otrivin Comp, Nefúði, lausn.  Hver ml inniheldur 0,5 mg af xýlómetazólínhýdróklóríði og 0,6 mg af ipratrópíumbrómíði. Lyfið er ætlað til meðhöndlunar á einkennum nefstíflu (þrútinnar nefslímhúðar) og nefrennslis af völdum kvefs. Lyfið er selt án lyfseðils

Oxaliplatin Actavis, innrennslisþykkni, lausn. Hver ml af innrennslisþykkni, lausn, inniheldur 5 mg af oxalíplatíni. Lyfið er ætlað til viðbótarmeðferðar við III. stigs (Duke's) krabbameini í ristli þegar frumæxlið hefur verið numið brott að fullu og til meðferðar á krabbameini með meinvörpum í ristli og endaþarmi. Lyfið er sjúkrahúslyf og ávísun þess er bundin við sérfræðinga í krabbameinslækningum.

Sjá lista

Til baka Senda grein