Fréttir

Frestun afnáms S-merkinga

Lyfjastofnun frestar afnámi S-merkinga tiltekinna lyfja.

10.5.2013

Í nóvember 2012 upplýsti Lyfjastofnun markaðsleyfishafa tiltekinna lyfja um þá fyrirætlan stofnunarinnar af afnema sk. S-merkingu lyfjanna í maí 2013. Sjá einnig frétt á heimasíðu Lyfjastofnunar, dags. 11. desember 2012. Sambærileg breyting hefur verið kynnt í markaðsleyfisbréfum ákveðinna lyfja sem fengið hafa markaðsleyfi frá þessum tíma.

Að beiðni velferðarráðuneytisins hefur Lyfjastofnun ákveðið að fresta afnámi S-merkinga þessara lyfja þar sem meiri tíma þarf til að bregðast við fyrirséðum afleiðingum afnáms S-merkinga.
Til baka Senda grein