Fréttir

Ársskýrsla Lyfjastofnunar 2012

Ársskýrsla Lyfjastofnunar 2012 hefur verið birt á vef stofnunarinnar.

11.7.2013

Á árinu tókst að vinna á ýmsum verkefnahölum sem myndast höfðu á síðustu árum. Þá hélt áfram sérstakt átak í eftirliti hjá dýralæknum.

Rekstur Lyfjastofnunar hefur gengið nokkuð vel. Tekjur stofnunarinnar hafa verið umfram fjárheimildir sem hefur gert stofnuninni erfitt að sinna verkefnum innan fjárheimilda þar sem með auknum tekjum fylgir kvöð um að vinna verkefnin.

Í inngangi ársskýrslunnar segir Rannveig Gunnarsdóttir forstjóri meðal annars frá þeim árskorunum sem Lyfjastofnun stendur helst frammi fyrir en þær eru m.a. að stöðugt fjölgar verkefnum sem engin fjárveiting fylgir. Dæmi um það er að Alþingi hefur ekki samþykkt breytingar á lögum um lækningatæki sem tryggja áttu Lyfjastofnun fjármagn til að sinna málaflokknum. Annað dæmi sem má nefna er að Evrópulöggjöfin um lyfjamál er í sífelldri endurskoðun og breytingar hafa verið samþykktar sem gera meiri kröfur til yfirvalda og lyfjafyrirtækja um öryggi í notkun lyfja

(PDF skjal) Ársskýrsla Lyfjastofnunar 2012
Til baka Senda grein