Fréttir

Ný lyf á markað 1.júlí 2013

Stutt samantekt um ný lyf á markaði 1.júlí 2013

11.7.2013

Betmiga (Opnast í nýjum vafraglugga) forðatöflur. Hver tafla inniheldur 25 mg eða 50 mg af mirabegroni. Lyfið er ætlað til meðferðar við einkennum, þ.e. bráðaþörf, aukinnar tíðni þvagláta og/eða bráðaþvagleka sem geta komið fyrir hjá fullorðnum sjúklingum með heilkenni ofvirkrar þvagblöðru. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Cystadane (Opnast í nýjum vafraglugga) duft til inntöku. 1g af dufti inniheldur 1g af vatnsfríu betaíni. Lyfið er notað sem viðbótarmeðferð við hómócysteinmigu, m.a. þegar um skort eða galla á eftirfarandi er að ræða: cystatíonín beta-syntasa, 5,10-metylen tetrahydrófólat redúktasa (MTHFR), umbrot cobalamín hjálparþáttar. Cystadane á að nota til viðbótar annarri meðferð t.d. með B6 vítamíni (pýridoxín), B12 vítamíni (Cobalamín), fólati og sérstöku mataræði. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Fycompa (Opnast í nýjum vafraglugga) filmuhúðaðar töflur. Hver tafla inniheldur 2, 4, 6, 8, 10 eða 12 mg af perampaneli. Lyfið er ætlað til viðbótarmeðferðar við hlutaflogum með eða án síðkominna alfloga hjá sjúklingum með flogaveiki 12 ára og eldri. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Memantine Merz (Opnast í nýjum vafraglugga) filmuhúðaðar töflur. Hver tafla inniheldur 10 eða 20 mg af memantínhýdróklóríði (samsvarandi 8,31 eða 16,62 mg af memantíni). Lyfið er ætlað til meðferðar hjá sjúklingum sem haldnir eru miðlungs til alvarlegum Alzheimers-sjúkdómi. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Narcostart (Opnast í nýjum vafraglugga) stungulyf, lausn. Dýralyf fyrir hunda og ketti. 1 ml af stungulyfi, lausn inniheldur 1,0 mg medetomidínhýdróklóríði sem jafngildir 0,85 mg af medetomidíni. Ábendingar lyfsins eru: Hundar og kettir: Til að róa við skoðun. Lyfjaforgjöf fyrir svæfingu. Kettir: Ásamt ketamíni til svæfingar við minniháttar skammvinnar aðgerðir. Lyfið er lyfseðilsskylt og má eingöngu nota handa dýrum þegar dýralæknir gefur það sjálfur.

Narcostop (Opnast í nýjum vafraglugga) stungulyf, lausn. Dýralyf fyrir hunda og ketti. 1 ml af stungulyfi, lausn inniheldur 5,0 mg af atipamezolhýdróklóríði sem jafngildir 4,27 mg af atipamezoli. Lyfið er ætlað til að snúa við slævandi áhrifum og verkun á hjarta og æðar hjá hundum og köttum, eftir notkun á alfa-2-örvum, eins og medetomidin eða dexmedetomidin. Lyfið er lyfseðilsskylt og má eingöngu nota handa dýrum þegar dýralæknir gefur það sjálfur.

Nerfasin vet (Opnast í nýjum vafraglugga) . Stungulyf, lausn. Dýralyf fyrir nautgripi, hesta, hunda og ketti. 1 ml af stungulyfi, lausn inniheldur 23,31 mg af xýlazínhýdróklóríði sem jafngildir 20,0 mg af xýlazín. Ábendingar lyfsins eru slæving og lyfjaforgjöf samhliða svæfingarlyfi. Lyfið er lyfseðilsskylt og má eingöngu nota handa dýrum þegar dýralæknir gefur það sjálfur.

Nemdatine (Opnast í nýjum vafraglugga) filmuhúðaðar töflur. Hver tafla inniheldur 10 eða 20 mg af memantínhýdróklóríði, samsvarandi 8,31 eða 16.62 mg af memantíni. Lyfið er ætlað til meðferðar hjá sjúklingum sem haldnir eru miðlungs til alvarlegum Alzheimers-sjúkdómi. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Nimenrix (Opnast í nýjum vafraglugga) stungulyfsstofn og leysir, lausn í áfylltri sprautu. Lyfið er samtengt meningókokkabóluefni sem inniheldur sermisgerðir A,C,W-135 og Y. Nimenrix er ætlað til virkrar ónæmisgerðar hjá einstaklingum, 12 mánaða og eldri, gegn djúpum meningókokkasjúkdómum af völdum neisseria meningitidis, sermisgerðum A, C, W-135 og Y. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Pentocur (Opnast í nýjum vafraglugga) stungulyfsstofn, lausn. Eitt hettuglas inniheldur 500 eða 1.000 mg af tíópentalnatríum. Lyfið er ætlað til svæfingar með lyfjagjöf í bláæð. Lyfið er S-merkt.

Quetiapin Actavis (Opnast í nýjum vafraglugga) filmuhúðuð tafla. Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 25 mg quetiapíni (sem quetíapín fúmarat). Lyfið er ætlað sem meðferð við geðklofa og sem meðferð við geðhvarfasjúkdómi (bipolar disorder). Lyfið er lyfseðilsskylt.

Quetiapin Actavis (Opnast í nýjum vafraglugga) forðatafla. Hver forðatafla inniheldur 50 mg af quetíapíni (sem quetíapín fúmarat). Lyfið er ætlað sem meðferð við geðklofa, sem meðferð við geðhvarfasjúkdómi (bipolar disorder) og sem viðbótarmeðferð við alvarlegum geðlægðarlotum hjá sjúklingum með alvarlegt þunglyndi (Major Depressive Disorder) sem hafa ekki svarað þunglyndismeðferð nógu vel. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Sativex (Opnast í nýjum vafraglugga) munnholsúði. Hver ml inniheldur: 38-44 mg og 35-42 mg af tveimur útdráttum (soft extracts) úr hampi (Cannabis sativa L.), folium cum flore (kannabislaufum- og blómum), sem samsvara 27 mg delta-9-tetrahýdrókannabínól og 25 mg kannabídíól. Sativex er ætlað til meðferðar til að draga úr einkennum hjá fullorðnum sjúklingum með meðalsvæsna til alvarlega síspennu vegna heila- og mænusiggs (MS) sem hafa ekki sýnt viðunandi svörun við öðrum lyfjum við síspennu og sýna klínískt marktækan bata á síspennutengdum einkennum í meðferðarprófun í upphafi. Lyfið er eftirritunarskylt og er ávísun þess bundin við sérfræðinga í taugasjúkdómum.

Tricaine Pharmaq (Opnast í nýjum vafraglugga) 1.000 mg/g baðduft, lausn. Dýralyf til meðhöndlunar fiska. Lyfið er ætlað til notkunar í ídýfingarbað til að fá fram slævingu, tímabundið hreyfingarleysi eða svæfingu fiska fyrir bólusetningu, flutning, vigtun, merkingu, uggaklippingu, hrogna- og sviljatöku, blóðprufur og skurðaðgerðir. Lyfið er lyfseðilsskylt.

(PDF skjal) Sjá lista

Til baka Senda grein