Fréttir

Nýjar leiðbeiningar varðandi notkun lyfja sem innihalda díklófenak

Áhættan af notkun lyfjanna er talin vera sambærileg og fyrir sértæka COX-2 hemla sem eru bólgueyðandi verkjalyf.

18.7.2013

Nýjar rannsóknir á lyfjum sem innihalda díklófenak hafa sýnt fram á aðeins meiri áhættu á aukaverkunum á hjarta- og æðakerfi en áður var talið. Áhætta þessi er talin vera sambærileg og fyrir lyf af flokki sértækra COX-2 hemla sem eru bólgueyðandi verkjalyf.

Ráðleggingum um notkun lyfja sem innihalda díklófenak hefur því verið breytt til samræmis við ráðleggingar sem gilda um sértæka COX-2 hemla og eru eftirfarandi:

 

  • Sjúklingar með staðfesta hjartabilun (NYHA flokkar II-IV), blóðþurrðarsjúkdóm í hjarta, útlægan slagæðasjúkdóm eða sjúkdóm í heilaæðum mega ekki að taka díklófenak.
  • Meðferð með díklófenaki skal einungis hefja að vandlega íhuguðu máli hjá sjúklingum sem hafa mikilvæga áhættuþætti hjarta- og æðasjúkdóma (t.d. háþrýsting, hátt kólesteról, sykursýki eða reykingar).

 

Sjúklingar í langtímameðferð með díklófenaki skulu ekki hætta meðferð án samráðs við lækni. Læknir skal reglulega meta þörf sjúklinga á áframhaldandi meðferð með díklófenaki.

Lyfjastofnun Evrópu (EMA) mælir með því að fylgiseðlar og samantektir um eiginleika lyfja (SmPC) verði uppfærð hjá þeim lyfjum sem innihalda díklófenak í samræmi við evrópskar upplýsingar um hættu á aukaverkunum á hjarta- og æðakerfi.

Sjá nánar fréttatilkynningu EMA
Til baka Senda grein