Fréttir

Lyfjastofnun kærir meinta fölsun undirritunar um móttöku eftirritunarskylds lyfs til lögreglu

Lyfjastofnun hefur ástæðu til að ætla að áritun móttakanda eftirritunarskylds lyfs hafi verið fölsuð.

9.8.2013

Lyfjastofnun hefur ástæðu til að ætla að í tiltekinni lyfjabúð hafi áritun móttakanda eftirritunarskylds lyfs verið fölsuð á bakhlið lyfseðilsins og þannig verið brotið gegn 155. gr. eða eftir atvikum 158. gr. almennra hegningarlaga, nr. 19/194. Með vísan til 1. mgr. 52. gr. laga um meðferð sakamála, nr. 88/2008, hefur Lyfjastofnun því kært málið til lögreglu og óskað eftir rannsókn skv. VII. kafla laganna.
Til baka Senda grein