Fréttir

Ný lyf á markað 1. ágúst 2013

Stutt samantekt um ný lyf á markaði 1. ágúst 2013

12.8.2013

Diclomex Rapid, filmuhúðaðar töflur. Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 50 mg af díklofenak kalíum. Lyfið er ætlað til skammtímameðferðar við einkennum eftirfarandi bráðra sjúkdóma: Gigtarsjúkdómar í mjúkvef, bólga og verkir eftir slys eða aðgerðir, einnig við tannaðgerðir og tíðaverkur án undirliggjandi sjúkdóms. Bráðameðferð við mígreni, með eða án fyrirboða. Lyfið er ekki ætlað börnum  yngri en 14 ára. Lyfið er lyfseðilsskylt.
 

Memantine LEK, filmuhúðaðar töflur. Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 10 mg eða 20 mg af memantínhýdróklóríði (samsvarandi 8,31 mg eða 16,62 mg af memantíni). Lyfið er ætlað til meðferðar sjúklinga sem haldnir eru miðlungs til alvarlegum Alzheimers-sjúkdómi. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Merinfec, stungulyfs-/innrennslisstofn, lausn. Hvert hettuglas inniheldur 570 mg eða 1140 mg af meropenemþríhýdrati sem jafngildir 500 mg eða 1 g af vatnsfríu meropenemi.  Lyfið er ætlað til meðferðar við eftirfarandi sýkingum hjá fullorðnum og börnum eldri en 3 mánaða: Lungnabólgu, flóknum sýkingum í þvagfærum og kviðarholi, sýkingum við fæðingu eða í kjölfar fæðingar, flóknum sýkingum í húð og mjúkvef og bráðri heilahimnubólgu af völdum baktería. Lyfið er lyfseðilsskylt og S-merkt.

Nebivolol Portfarma, töflur. Hver tafla inniheldur 5 mg af nebivólóli sem samsvarar 5,45 mg af nebivólól hýdróklóríði. Lyfið er ætlað til meðferðar á háþrýsingi og á stöðugri, vægri og í meðallagi alvarlegri langvarandi hjartabilun, til viðbótar við hefðbundna meðferð hjá öldruðum sjúklingum 70 ára eða eldri. Lyfið inniheldur hjálparefnið laktósu. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Nevanac, augndropar, dreifa. Hver ml af dreifu inniheldur 1 mg af nepafenaki. Lyfið er ætlað fullorðnum til að koma í veg fyrir og meðhöndla verki og bólgu í tengslum við dreraðgerð og til að draga úr hættunni á bjúg í sjónudepli í tengslum við dreraðgerð hjá sjúklingum með sykursýki. Lyfið inniheldur rotvarnarefnið benzalkónklóríð. Lyfið  er lyfseðilsskylt.

Ovixan, húðlausn. Hvert g af húðlausn inniheldur 1 mg af mómetasónfúróati og 300 mg af hjálparefninu própýlenglýkóli. Lyfið er ætlað til meðhöndlunar á  psoriasis, exemi og öðrum húðsjúkdómum sem sýna svörun við sterum. Lyfið inniheldur hjálparefnið própýlenglýkól. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Sildenafil Mylan, filmuhúðaðar töflur. Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 50 mg eða 100 mg síldenafíl sem síldenafílsítrat. Lyfið er ætlað til meðferðar við ristruflunum hjá karlmönnum en það er þegar stinning getnaðarlims næst ekki eða helst ekki nægilega lengi til að viðkomandi geti haft samfarir á viðunandi hátt. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Typherix, stungulyf, lausn. Hver 0,5 ml skammtur af bóluefni inniheldur Vi fjölsykrung Salmonella typhi 25 míkróg. Lyfið er ætlað sem virk ónæmisaðgerð gegn taugaveiki bæði hjá fullorðnum og börnum 2 ára og eldri. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Tolterodine Sandoz, hörð forðahylki. Hvert hart forðahylki inniheldur 4 mg af tolterodintartrati sem samsvarar 2,74 mg af tolterodini. Lyfið er notað við einkennum bráðaþvagleka og/eða tíðum og bráðum þvaglátum sem geta komið fram hjá sjúklingum með ofvirka þvagblöðru. Lyfið inniheldur hjálparefnið laktósaeinhýdrat. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Sjá lista

Til baka Senda grein