Fréttir

Lyfjastofnun kærir lyfsöluleyfishafa til lögreglu vegna gruns um fölsun lyfseðla.

31.7.2013

Samkvæmt gögnum Lyfjastofnunar virðist sem tiltekinn lyfsöluleyfishafi hafi í tvígang ritað símalyfseðil fyrir lyfseðilsskyldum lyfjum með nafni tiltekins læknis, án hans vitundar og þannig brotið gegn 155. gr. eða eftir atvikum 158. gr. almennra hegningarlaga, nr. 19/1940. Með vísan til 1. mgr. 52. gr. laga um meðferð sakamála, nr. 88/2008, hefur Lyfjastofnun því kært málið til lögreglu og óskað eftir rannsókn skv. VII. kafla laganna.
Til baka Senda grein