Fréttir

Skortur á Varilrix, bóluefni gegn hlaupabólu

Varilrix bóluefni er ekki fáanlegt en hægt er útvega óskráða pakkningu í staðinn.

10.7.2013

Skortur er á skráðri pakkningu Varilrix bóluefnis gegn hlaupabólu. Hægt er að útvega óskráða erlenda pakkningu þar sem leysirinn er í lykju í stað áfylltrar sprautu sem er skráð hér á landi. Að öðru leyti er samsetning bóluefnisins eins. Engar íslenskar upplýsingar fylgja pakkningunni.
Þar til skráð pakkning verður aftur fáanleg geta læknar ávísað Varilrix, stungulyfsstofn og leysi í pakkningu með bóluefni í hettuglasi og leysi í lykju. Lyfið verður birt á undanþágulista 1. ágúst og er nú fáanlegt. Læknar þurfa að ávísa lyfinu á undanþágulyfseðli en apótekin geta afgreitt það strax. Distica hf. annast heildsöludreifingu lyfsins. Vörunúmer er 96 84 56.
Til baka Senda grein