Fréttir

Upplýsingar til lyfjabúða - Tímabundin undanþága fyrir Humira

Til að koma í veg fyrir skort, hefur Lyfjastofnun, að höfðu samráði við lyfjagreiðslunefnd, veitt heimild til sölu á Humira stungulyf með breyttu norrænu vörunúmeri.

20.6.2013

Heimildin gildir út júní 2013 fyrir:
590092 Humira stungulyf lausn, 40 mg, í áfylltum lyfjapenna (0,8 ml x 2) kemur í stað 072770.
Frá og með 1. júlí 2013 verður ofangreint nýtt norrænt vörunúmer í lyfjaskrám.

Umboðsmaður hefur upplýst Lyfjastofnun um að ofangreind pakkning sé tilbúin til dreifingar.

Til baka Senda grein