Fréttir

Sama viðvörun vegna hjarta- og æðasjúkdóma fyrir díklófenak lyf og coxíb lyf

Sérfræðinefnd lyfjastofnunar Evrópu um eftirlit með ávinningi og áhættu lyfja, PRAC, mælir með því að sama viðvörun vegna hjarta og æðasjúkdóma verði í textum lyfja sem innihalda díklófenak og þeirra sem innihalda coxíb.

18.6.2013

Í fréttatilkynningu Lyfjastofnunar Evrópu, EMA, 14. 6. sl. segir að sérfræðinefnd stofnunarinnar, um eftirlit með ávinningi og áhættu lyfja, PRAC, hafi komist að þeirri niðurstöðu að áhrif bólgueyðandi verkjalyfja, sem innihalda díklófenak, á hjarta og æðakerfi séu svipuð og coxíb lyfja, sérstaklega þegar lyfin eru notuð í stórum skömmtum og um langan tíma.

Nefndin álítur samt að ávinningur af notkun díklófenak lyfja sé meiri en áhættan en mælir með því að viðvörun sem sett hefur verið í texta coxíb lyfja skuli einnig vera í textum díklófenak lyfja.

Sjá fréttatilkynningu EMA

Til baka Senda grein