Fréttir

Umsókn um birtingu upplýsinga í sérlyfjaskrá og lyfjaverðskrá

Nýtt eyðublað hefur verið birt

7.6.2013

Eyðublaðinu „Umsókn um birtingu upplýsinga í sérlyfjaskrá og lyfjaverðskrá“ hefur verið breytt. Héðan í frá skal einnig nota þetta eyðublað þegar óskað er birtingar í lyfjaskrám á L-merkingu pakkningar sem verið hefur R-merkt (óbreytt norrænt vörunúmer), þ.e. þegar heimiluð hefur verið lausasala pakkningar sem verið hefur lyfseðilsskyld.

Markaðsleyfishafi getur sótt um þessa breytingu þegar fyrir liggur að pakkning sem uppfyllir skilyrði lausasöluheimildar varðandi áletranir og fylgiseðil verður tilbúin til afgreiðslu. Sækja skal um með minnst eins mánaðar fyrirvara.

Minnt er á að við breytingu sem þessa getur þurft að innkalla pakkningar sem fyrir eru á markaði til að koma í veg fyrir að þær verði afhentar í lausasölu.

Hafa skal samráð við Lyfjastofnun um slíkar breytingar.

Til baka Senda grein