Fréttir

Ný lyf á markað 1. júní 2013

Stutt samantekt um ný lyf á markaði 1. júní 2013

6.6.2013

Dexaject stungulyf, lausn. Dýralyf ætlað fyrir nautgripi, hesta, svín, hunda og ketti. Hver ml inniheldur Dexametason 2 mg sem dexametasonnatríumfosfat (2,63 mg). Ábendingar lyfsins eru: Hestar, nautgripir, svín, hundar og kettir: Til meðferðar við bólgu eða ofnæmi.

Nautgripir: Til að koma af stað burði og við frumkomnum súrdoða (acetonaemia). Hestar: Til að meðhöndla liðbólgu, belgbólgu eða sinaslíðursbólgu. Lyfið er lyfseðilsskylt og má eingöngu nota handa dýrum þegar dýralæknir gefur það sjálfur (D).

Hydromed töflur. Hver tafla inniheldur 12,5 mg eða 25 mg af hýdróklórtíazíði. Lyfið er ætlað til meðferðar á háþrýstingi, bjúg er tengist skertri hjartastarfsemi og bjúg af öðrum orsökum. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Impugan dropar til inntöku. Hver ml inniheldur 10 mg af fúrósemíði. Lyfið er ætlað við bráðum lungnabjúg, hjarta-, nýrna-, lifrar- eða öðrum bjúg og háþrýstingi. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Ovixan krem. Hvert g af kremi inniheldur 1 mg af mómetasónfúróati. Lyfið er ætlað við psoriasis, exemi og öðrum húðsjúkdómum sem sýna svörun við sterum. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Perjeta innrennslisþykkni, lausn. Hvert 14 ml hettuglas af þykkni inniheldur 420 mg af pertuzumabi í þéttninni 30 mg/ml. Lyfið er ætlað til notkunar ásamt trastuzumabi og docetaxeli hjá fullorðnum sjúklingum með HER2-jákvætt brjóstakrabbamein með meinvörpum eða staðbundið, endurkomið og óskurðtækt, sem ekki hafa áður fengið and-HER2 meðferð eða meðferð með krabbameinslyfjum gegn brjóstakrabbameini með meinvörpum. Lyfið er lyfseðilsskylt og S-merkt og ávísun þess er bundin við sérfræðinga í krabbameinslækningum.

Selincro filmuhúðaðar töflur. Hver filmuhúðuð tafla inniheldur nalmefen 18,06 mg (sem hýdróklórið díhýdrat). Lyfið er ætlað til að draga úr áfengisneyslu hjá fullorðnum sjúklingum sem haldnir eru áfengissýki og hafa mikla heilsufarslega áhættu af drykkju (DRL), eru án líkamlegra fráhvarfseinkenna og þurfa ekki bráða afeitrun. Einungis á að ávísa Selincro ásamt samfelldum sálfélagslegum stuðningi sem beinist að meðferðarheldni og að draga úr áfengisneyslu. Einungis á að hefja Selincro meðferð hjá sjúklingum sem hafa áfram mikla heilsufarslega áhættu af drykkju tveimur vikum eftir upphafsmat. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Solifenacin Portfarma filmuhúðaðar töflur. Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 5 mg af sólifenasínsúkkínati sem samsvarar 3,8 mg af sólifenasíni eða 10 mg af sólifenasínsúkkínati sem samsvarar 7,5 mg af sólifenasíni. Lyfið er ætlað fullorðnum til meðferðar á einkennum bráðs þvagleka og/eða tíðum þvaglátum ásamt bráðri þvaglátaþörf, sem koma fram hjá sjúklingum með ofvirka þvagblöðru. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Zaltrap innrennslisþykkni, lausn. Hver ml inniheldur 25 mg af aflibercepti, framleitt Í eggjastokkafrumum kínverskra hamstra með DNA erfðatækni (Chinese hamster ovary (CHO) K-1 mammalian expression system by recombinant DNA technology). Lyfið er ætlað til meðferðar hjá fullorðnum með krabbamein í ristli og endaþarmi í samsettri krabbameinslyfjameðferð. Lyfið er lyfseðilsskylt og S-merkt og ávísun þess er bundin við sérfræðinga í krabbameinslækningum.

Ziprasidon Actavis hörð hylki. Hvert hart hylki inniheldur zíprasídónhýdróklóríðeinhýdrat sem jafngildir 20 mg, 40 mg, 60 mg eða 80 mg af zíprasídoni. Lyfið er ætlað til meðferðar á geðklofa hjá fullorðnum og til meðferðar á geðhæðarlotu eða blandinni lotu í geðhvarfasjúkdómi hjá fullorðnum og börnum og unglingum á aldrinum 10-17 ára, þar sem einkenni eru meðalsvæsin. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Zoledronic acid Actavis innrennslisþykkni, lausn. Hvert hettuglas með 5 ml af þykkni inniheldur 4 mg af zoledronsýru sem einhýdrat (0,8 mg/ml). Lyfið er ætlað til varnar sjúkdómseinkennum frá beinum (brotum sem stafa af sjúkdómum, samföllnum hrygg [spinal compression], geislun eða aðgerð á beinum eða æxlisörvaðri blóðkalsíumhækkun) hjá fullorðnum sjúklingum með langt gengna illkynja sjúkdóma er finnast í beinum. Einnig til meðferðar hjá fullorðnum sjúklingum við blóðkalsíumhækkun vegna æxla (tumor induced hypercalcemia). Lyfið er lyfseðilsskylt, S-merkt og ávísun þess er bundin við sérfræðinga í krabbameinslækningum, blóðmeinafræði og innkirtla- og efnaskiptalækningum.

Sjá lista

Til baka Senda grein