Fréttir

Lyfjastofnun í 3. sæti í könnuninni "Stofnun ársins 2013"

Niðurstöður úr könnuninni „Stofnun ársins 2013“: Lyfjastofnun fyrirmyndarstofnun

24.5.2013

Niðurstöður úr könnuninni „Stofnun ársins 2013“ voru kynntar á Hilton Reykjavík Nordica Hótel 24. maí s.l. að viðstöddu fjölmenni. Stofnanir ársins eru þrjár eins og áður, hver í sínum stærðarflokki. Í flokki stórra stofnana með fleiri en 50 starfsmenn var Sérstakur saksóknari sigurvegari þriðja árið í röð, Umferðastofa var í öðru sæti og Lyfjastofnun í þriðja sæti.

Lyfjastofnun hefur með þessu öðlast sæmdarheitið Fyrirmyndarstofnun.

Tilgangur könnunarinnar „Stofnun ársins“ er að gera stjórnendum kleift að vinna markvisst að úrbótum þar sem þeirra er þörf og veita stjórnendum aðhald til hagsbóta fyrir starfsfólk.

Mælingar á frammistöðu stofnana á þessum tímum og á þessu sviði eru ekki bara sjálfsagðar heldur nauðsynlegar. Með þessu móti fá starfsmenn og stjórnendur kærkomnar upplýsingar til að meta frammistöðu sinnar stofnunar.

Framkvæmd könnunarinnar „Stofnun ársins“ var með sambærilegu sniði í ár og síðastliðin tvö ár, þ.e. samstarf fjármála- og efnahagsráðuneytisins og SFR, líkt og áður. Heildarfjöldi stofnana sem komust á blað nú var 153 en voru 172 í fyrra.
Alls svöruðu rúmlega 10.000 þátttakendur könnuninni en þeir voru tæplega 9.000 í fyrra. Svarhlutfall í könnuninni í heild var 54% en ef litið er eingöngu til svara SFR félaga er svarhlutfallið 59%. Niðurstöðurnar nú byggjast á um 9.400 svarendum.

Sjá helstu niðurstöður

Til baka Senda grein