Fréttir

Urocit-K heitir nú Acalka

Óskráða lyfið Urocit-K hefur breytt um heiti og heitir nú Acalka. Samþykktar undanþágur fyrir lyf með eldra heiti gilda áfram fyrir nýja heitið.

13.8.2013

Óskráða sérlyfið Urocit-K sem hefur verið flutt inn gegn undanþágu hefur breytt um heiti og heitir nú Acalka. Um nákvæmlega sama lyf er ræða og áður, eina breytingin er heiti lyfsins.
 

Heimilt er að afgreiða nýtt heiti lyfsins á undanþágulyfseðla sem samþykktir voru með gamla heitinu. Nýjar umsóknir skulu vera á Acalka.

Lyfjastofnun bendir lyfjabúðum á að útskýra þessa breytingu fyrir viðkomandi sjúklingum.

Til baka Senda grein