Fréttir

Ný lyf á markað 1. september 2013

Stutt samantekt um ný lyf á markaði 1. september 2013

4.9.2013

Desloratadine Teva, filmuhúðaðar töflur. Hver tafla inniheldur 5 mg desloratadin. Lyfinu er ætlað að draga úr einkennum ofnæmisnefkvefs og ofsakláða. Lyfið er lyfseðilsskylt.
 

Dilmin, töflur 60 mg og forðatöflur 90 mg og 120 mg. Lyfið er ætlað til meðferðar við hjartaöng, háþrýstingi og minnkuðum viðbragðshraða í sleglum við gáttatif. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Fenylefrin Abcur, stungulyf, lausn 5 ml og 10 ml lykjur. - Hver lykja 5 ml eða 10 ml inniheldur fenýlefrín hýdróklóríð sem samsvarar 500 míkrógrömmum af fenýlefríni. Í hverjum ml í 10 ml lykjum er fenýlefrín hýdróklóríð sem samsvarar 50 míkrógrömmum en 100 míkrógrömmum í 5 ml lykjum. Lyfið er ætlað til meðferðar við lágþrýstingi í svæfingu. Lyfið er lyfseðilsskylt og S-merkt.

Methylphenidate Sandoz, forðatöflur. Hver tafla inniheldur 54 mg metýlfenidathýdróklóríð. Hjálparefni með þekkta verkun: inniheldur 6,79 mg laktósaeinhýdrat. Lyfið er ætlað til notkunar sem hluti af víðfeðmri meðferðaráætlun við athyglisbresti með ofvirkni (ADHD) hjá börnum 6 ára og eldri þegar stuðningsúrræði ein sér nægja ekki. Meðferð skal vera undir eftirliti sérfræðings í hegðunarröskunum barna. Lyfið er eftirritunarskylt.

Omezolmyl, magasýruþolin hörð hylki. Hvert sýruþolið hylki, hart inniheldur 40 mg af omeprazóli. Lyfið er ætlað til meðferðar við einkennum maga-vélinda-bakflæðissjúkdóma. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Rizatriptan Actavis, munndreifitöflur. Hver munndreifitafla inniheldur 5 mg af rízatriptani sem 7,265 mg af rízatriptanbenzóati og hjálparefnið aspartam. Lyfið er ætlað við bráðri meðferð við höfuðverk tengdum mígreniköstum, með eða án fyrirboða. Lyfið á ekki að nota fyrirbyggjandi. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Rizatriptan Portfarma, munndreifitöflur. Hver munndreifitafla inniheldur 5 mg eða 10 mg af rízatriptani samvarandi 7,265 mg eða 14,53 mg af rizatriptan benzóati og hjálparefnið aspartam. Lyfið er ætlað við bráðri meðferð við höfuðverk tengdum mígreniköstum, með eða án fyrirboða. Lyfið á ekki að nota fyrirbyggjandi. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Sildenafil Portfarma, tuggutöflur. Hver tuggutafla inniheldur 100 mg sildenafíl sem 140,48 mg sildenafíl sítrat og hjálparefnin aspartam og laktósaeinhýdrat. Lyfið er ætlað til meðferðar við ristruflunum hjá karlmönnum en það er þegar stinning getnaðarlims næst ekki eða helst ekki nægilega lengi til að viðkomandi geti haft samfarir á viðunandi hátt. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Spiron, töflur. Hver tafla inniheldur 25 mg, 50 mg eða 100 mg af spírónólaktóni og hjálparefnið laktósu. Lyfið er ætlað m.a. til meðferðar við langvinnri hjartabilun, bjúg af völdum nýrungaheilkennis og háþrýstingi. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Sjá lista

Til baka Senda grein