Fréttir

Ný lyf á markað 1. október 2013

Stutt samantekt um ný lyf sem komu á markaði 1. október 2013

4.10.2013

DaTSCAN , stungulyf, lausn. Hver ml af lausn inniheldur íóflúpan (123I) 74 MBq á viðmiðunartíma (0,07 til 0,13 μg/ml af íóflúpani). Þetta lyf er eingöngu ætlað til sjúkdómsgreiningar. Lyfið er notað til að greina tap á dópamínvirkum taugafrumuendum í grunnhnoðum (striatum). Lyfið er S-merkt og ávísun þess er bundin við sérfræðinga í myndgreiningu.

Daxas, filmuhúðuð tafla. Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 500 míkrógaf roflumilasti. Hjálparefni með þekkta verkun er laktósa 188,72 mg í hverri töflu. Lyfið er ætlað til viðhaldsmeðferðar við alvarlegri langvinnri lungnateppu í tengslum við langvinna berkjubólgu hjá fullorðnum sjúklingum með sögu um tíða versnun og sem viðbót við meðferð með berkjuvíkkandi lyfjum. Lyfið er undir sérstöku eftirliti til þess að nýjar upplýsingar um öryggi þess komist fljótt og örugglega til skila. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist lyfinu. Markaðssetning á Íslandi er háð því að Lyfjastofnun hafi staðfest að sérstök skilyrði er varða öryggi og verkun við notkun lyfsins séu uppfyllt.

Eylea, stungulyf, lausn í hettuglasi. Hver ml af stungulyfi, lausn inniheldur 40 mg af aflibercept framleitt með raðbrigða DNA tækni. Lyfið er ætlað fullorðnum til meðferðar á aldurstengdri (votri) rýrnun í miðgróf sjónu og sjónskerðingu vegna sjónudepilsbjúgs sem fylgikvilla lokunar í meginbláæð sjónu. Lyfið er undir sérstöku eftirliti til að nýjar upplýsingar um öryggi lyfsins komist fljótt og örugglega til skila. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist lyfinu. Ávísun lyfsins er bundin við sérfræðinga í augnlækningum. Markaðssetning á Íslandi er háð því að Lyfjastofnun hafi staðfest að sérstök skilyrði er varða öryggi og verkun við notkun lyfsins séu uppfyllt.

Forxiga, filmuhúðuð tafla. Hver tafla inniheldur dapagliflozin propanediol einhýdrat sem jafngildir 5 mg af dapagliflozini og 25 mg af hjálparefninu laktósa. Lyfið er ætlað fullorðnum, 18 ára og eldri, með sykursýki af tegund 2, til þess að bæta stjórn á blóðsykri í einlyfjameðferð eða í samsettri viðbótarmeðferð. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Lyxumia , stungulyf, lausn, 10 míkróg eða 20 míkróg. Hver skammtur (0,2 ml) inniheldur 10 míkrógrömm (míkróg) af lixisenatidi (0,05 mg í hverjum ml) eða 20 míkrógrömm (míkróg) af lixisenatidi (0,1 mg í hverjum ml). Hjálparefni með þekkta verkun er metakresól, 54 míkrógrömm í hverjum skammti. Lyfið er ætlað til meðferðar fullorðinna með sykursýki af tegund 2. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Memantine Mylan, filmuhúðaðar töflur. Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 10 mg eða 20 mg af memantínhýdróklóríði, samsvarandi 8,31 mg eða 16,62 mg af memantíni. Lyfið er ætlað til meðferðar sjúklinga sem haldnir eru miðlungs til alvarlegum Alzheimers-sjúkdómi. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Memantine ratiopharm, filmuhúðaðar töflur. Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 10 mg eða 20 mg af memantínhýdróklóríði, samsvarandi 8,31 mg eða 16,62 mg af memantíni. Hjálparefni með þekkta verkun er laktósi (80 mg eða 160 mg í hverri filmuhúðaðri töflu) og sojalesitín (0,13 eða 0,26 mg í hverri filmuhúðaðri töflu). Lyfið er ætlað til meðferðar sjúklinga sem haldnir eru miðlungs til alvarlegum Alzheimers-sjúkdómi. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Metadon Abcur, töflur. Hver tafla inniheldur 5 mg eða 20 mg metadónhýdróklóríði. Hjálparefni með þekkta verkun er 79,2 mg eða 90 mg af laktósu. Lyfið er ætlað við langvinnum verkjum sem aðeins er hægt að hafa viðunandi stjórn á með ópíóíðverkjalyfjum. Lyfið er eftirritunaskylt.

Paracetamol ratiopharm, töflur. Hver tafla inniheldur 1.000 mg af paracetamoli. Lyfið er ætlað fullorðnum og unglingum frá 16 ára aldri við vægum til miðlungi miklum verkjum eða sótthita. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Piperacillin/Tazobactam Actavis, innrennslisstofn, lausn. Hvert hettuglas inniheldur 4 g af píperacillíni (sem natríumsalt) og 0,5 g af tazóbaktami (sem natríumsalt). Í hverju hettuglasi eru 9,4 mmól (216 mg) af natríum. Lyfið er ætlað til meðferðar við ýmsum sýkingum hjá fullorðnum og börnum eldri en 2 ára. Lyfið er S-merkt. Markaðssetning á Íslandi er háð því að Lyfjastofnun hafi staðfest að sérstök skilyrði er varða öryggi og verkun við notkun lyfsins séu uppfyllt.

Proleukin, stungulyfs-/innrennslisstofn, lausn. Eftir blöndun með 1,2 ml af vatni fyrir stungulyf, inniheldur hver ml lausnar 18 x 106 a.e. af aldesleukini eða hvert hettuglas 22 x 106 a.e. af aldesleukini, framleitt með raðbrigða DNA-tækni í Escherichia coli stofni sem inniheldur erfðabreytt manna interleukin-2 (IL-2) gen. Lyfið er ætlað til meðferðar við nýrnafrumukrabbameini með meinvörpum. Lyfið er eftirritunaskylt og ávísun þess bundin við sérfræðinga í krabbameinslækningum.

Sjá lista

Til baka Senda grein