Fréttir

EMACOLEX fundur í Reykjavík

Vinnuhópur lögfræðinga lyfjastofnana á Evrópska efnahagssvæðinu og Sviss, EMACOLEX, fundar í Reykjavík dagana 17. og 18. október 2013.

15.10.2013

Hlutverk þessa vinnuhóps, sem starfar á vegum forstjóra lyfjastofnana á EES, er að fjalla um lyfjalöggjöf Evrópusambandsins, tillögur að breytingum, dómaframkvæmd Evrópudómsstólsins og lögfræðileg málefni aðildarlandanna í þeim tilgangi að efla samskipti þeirra sem vinna við innleiðingu og framkvæmd Evrópulöggjafar.

Til baka Senda grein