Fréttir

Dicycloverin Syrup af undanþágulista 1. nóvember

Óskráða lyfið Dicycloverin Syrup verður fellt niður af undanþágulista 1. nóvember nk. en Dicycloverin hydrochloride syrup 10 mg/5ml er nú framleitt sem forskriftarlyf læknis.

24.10.2013

Dicycloverin Syrup verður fellt niður af undanþágulista 1. nóvember 2013 vegna þess að forskriftarlyf læknis er nú framleitt á Íslandi. Læknar skulu ávísa forskriftarlyfjum á venjulegum lyfseðlum, ekki lyfseðlum fyrir lyf án markaðsleyfis. Lyfjastofnun vill árétta að eftir sem áður er ávísun lyfsins eingöngu heimil barnalæknum. Forskriftarlyfið er Dicycloverin hydrochloride syrup 10 mg/5ml, 100 ml. Parlogis sér um dreifingu.

Til baka Senda grein