Fréttir

Ný lyf á markað 1. nóvember 2013

Stutt samantekt um ný lyf sem komu á markaði 1. nóvember 2013

1.11.2013

Cisplatin Strides, innrennslisþykkni, lausn. Hver ml af innrennslisþykkni, lausn inniheldur 1 mg af cisplatíni. Cisplatin Strides er ætlað sem meðferð við ýmsum illkynja sjúkdómum. Lyfið er lyfseðilsskylt og ávísun þess er bundin við sérfræðinga í krabbameinslækningum þvagfæraskurðlækningum og kvensjúkdómum. Lyfið er S-merkt.

Dexametason Abcur, töflur. Hver tafla inniheldur 1 mg eða 4 mg dexametasóni. Lyfið er ætlað m.a. til meðferðar á ástandi þar sem bólgueyðandi og ónæmisbælandi áhrif barkstera eru æskileg. Einkum til öflugrar meðferðar í styttri tíma. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Myfenax, töflur og hörð hylki. Hvert hart hylki inniheldur 250 mg og hver tala inniheldur 500 mg af mýcófenólat mofetíl. Lyfið er ætlað til nota samhliða cíklósporíni og barksterum fyrirbyggjandi gegn bráðri höfnun á ígræðslu hjá sjúklingum sem fá ósamgena nýrna-, hjarta- eða lifrarígræðslu. Lyfið er lyfseðilsskylt og ávísun þess er bundin við sérfræðinga í nýrna- hjarta- eða lifrarsjúkdómum.

Repaglinide Krka, töflur. Hver tafla inniheldur 0,5 mg eða 1 mgaf repaglíníði. Lyfið er ætlað til meðferðar á sykursýki tegund 2 hjá fullorðnum þegar ekki er lengur hægt að hafa viðunandi stjórn á blóðsykri með mataræði, megrun og líkamsþjálfun. Repaglíníð er einnig hægt að nota samhliða metformíni hjá fullorðnum með sykursýki tegund 2, þegar viðunandi blóðsykursstjórn hefur ekki náðst með metformíni einu sér. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Rizatriptan ratiopharm, munndreifitöflur. Hver munndreifitafla inniheldur 14,53 mg af rizatriptan benzóati (sem samsvarar 10 mg af rizatriptani). Lyfið er ætlað til bráða meðferðar við höfuðverk tengdum mígreniköstum, með eða án fyrirboða. Lyfið á ekki að nota fyrirbyggjandi. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Stribild, filmuhúðaðar töflur. Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 150 mg af elvitegravíri, 150 mg kóbísistati, 200 mg af emtrícítabíni og 245 mg af tenófóvír tvísóproxíli (sem jafngildir 300 mg af tenófóvír tvísóproxíl fúmarati, eða 136 mg af tenófóvíri). Hjálparefni með þekkta verkun er laktósa (sem einhýdrat), 10,9 mg í hverri töflu. Lyfið er ætlað til meðferðar gegn sýkingu af völdum alnæmisveiru af gerð 1 (HIV-1) hjá fullorðnum 18 ára og eldri, sem ekki hafa fengið meðferð með lyfjum gegn retróveirum áður eða eru smitaðir af HIV-1 veirunni án þekktra stökkbreytinga sem tengjast ónæmi fyrir einhverju af þeim þremur efnum gegn retróveirum sem er að finna í lyfinu. Lyfið er lyfseðilsskylt og ávísun lyfsins er bundin sérfræðingum í smitsjúkdómum. Markaðssetning á Íslandi er háð því að Lyfjastofnun hafi staðfest að sérstök skilyrði er varða öryggi og verkun við notkun lyfsins séu uppfyllt.

Tafinlar, hörð hylki. Hvert hart hylki inniheldur dabrafenibmesilat sem jafngildir 50 mg af dabrafenibi. Lyfið er ætlað til einlyfjameðferðar hjá fullorðnum sjúklingum með sortuæxli, óskurðtækt eða með meinvörpum, með BRAF V600-stökkbreytingu. Lyfið er lyfseðilsskylt og ávísun lyfsins er bundin við sérfræðinga í krabbameinslækningum. Lyfið er undir sérstöku eftirliti til að nýjar upplýsingar um öryggi þess komist fljótt og örugglega til skila. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist lyfinu.

Sjá lista.

Til baka Senda grein