Fréttir

Galli í Jext adrenalín pennum

Galli hefur fundist í Jext adrenalín pennum sem notaðir eru við bráðum ofnæmisviðbrögðum.

15.11.2013

Lyfjastofnun hefur borist tilkynning um að galli kunni að vera í Jext adrenalín pennum sem dreift hefur verið á Íslandi. Líkur á galla eru mjög litlar eða 1/3000.
 
Að svo stöddu mun Lyfjastofnun ekki fara fram á innköllun, þar sem ekki eru tryggðar nægar birgðir af sambærilegu lyfi.
 
Nánar verður skýrt frá þessu við fyrsta tækifæri.
Til baka Senda grein