Fréttir

Varilrix - bóluefni gegn hlaupabólu - skráð pakkning fáanleg að nýju

Varilrix skráð pakkning nú fáanleg - óskráð pakkning á undanþágulista ófáanleg

22.11.2013

Lyfjastofnun greindi frá því 10. júlí sl., á heimasíðu sinni, að Varilrix í skráðri pakkningu yrði ekki fáanlegt um tíma. Í staðinn yrði fáanleg óskráð pakkning sem ávísa yrði með undanþágulyfseðli. Óskráða pakkningin var birt á undanþágulista sem fylgir lyfjaverðskrá.

Skráð pakkning Varilrix er nú fáanleg að nýju en verður ekki í lyfjaverðskrá fyrr en 1. janúar 2014. Óskráða pakkningin er nú ófáanleg.

Til að koma í veg fyrir skort, hefur Lyfjastofnun, að höfðu samráði við lyfjagreiðslunefnd, veitt heimild til sölu Varilrix í skráðri pakkningu, Vnr 16 96 64. Heimildin gildir út desember 2013.

Leyfilegt hámarksverð lyfsins í smásölu er hið sama og fyrir óskráðu pakkninguna og kemur fram í undanþágulista sem fylgir lyfjaverðskrá.

Markaðsleyfishafi hefur upplýst Lyfjastofnun um að skráða pakkningin sé tilbúin til dreifingar.

Tekið skal fram að ávísa skal skráðu pakkningunni með venjulegum lyfseðli en ekki undanþágulyfseðli.
Til baka Senda grein