Fréttir

Mikilvægar öryggisupplýsingar um Jext® stungulyf, lausn í áfylltum penna 150 míkrógrömm og 300 míkrógrömm

Lyfjastofnun hefur ákveðið að Jext lyfjapenninn verði ekki innkallaður á Íslandi vegna þess að innköllun getur valdið skorti á adrenalínpennum.

27.11.2013

Jext er áfylltur einnota lyfjapenni ætlaður til bráðameðferðar við slæmum bráðum ofnæmisviðbrögðum (bráðaofnæmi) við skordýrastungum eða skordýrabitum, fæðu, lyfjum og öðrum ofnæmisvöldum og jafnframt ofnæmi af óþekktum toga eða ofnæmi sem leysist úr læðingi við líkamsþjálfun.

Sjúklingum sem hafa fengið Jext skal ráðlagt að geyma pennann og halda áfram að nota hann til bráðameðferðar við alvarlegum ofnæmisviðbrögðum. Sjúklingum skal bent á nauðsyn þess að hafa alltaf tvo penna meðferðis og að leita tafarlaust læknishjálpar eftir notkun pennans. Ef adrenalínpenna frá öðrum framleiðanda er ávísað verður sjúklingurinn að fá nýjar leiðbeiningar um rétta notkun þess penna frá heilbrigðisstarfsmanni eða lyfjafræðingi. Mikilvægt er að sjúklingar kunni til verka í sambandi við notkun adrenalínpenna.

Heilbrigðisstarfsmenn skulu tilkynna um galla eða aukaverkanir sem grunur er um að tengist Jext til Lyfjastofnunar. Leiðbeiningar og eyðublöð eru á heimasíðu Lyfjastofnunar, www.lyfjastofnun.is (sjá „Aukaverkanir“).

Sjá einnig frétt Lyfjastofnunar frá 15.11.2013

Framleiðslulotur sem geta verið með galla:

Vnr 567460 Jext 150 míkrógrömm

Framleiðslulota Fyrningardagsetning

0000884200    31.03.2015

0000844730     28.02.2015

0000804927     31.01.2015

Vnr 18 36 60 Jext 300 míkrógrömm

Framleiðslulota Fyrningardagsetning

0000831437      28.02.2015

Til baka Senda grein