Fréttir

Tímabundinn skortur á Vibeden stungulyfi (B12-vítamín)

Vibeden stungulyf er ekki fáanlegt en hægt er útvega aðra gerð af B12 vítamíni, Betolvex.

29.11.2013

Tímabundinn skortur er á Vibeden stungulyfi vegna framleiðsluvandamála. Hægt er að útvega annað lyf, Betolvex, gegn undanþágulyfseðli læknis. Betolvex var áður á markaði á Íslandi. Einn ml inniheldur cýanókóbalamín-tannínkomplex sem jafngildir 1 mg af cýanókóbalaamíni.
 

Þar til Vibeden verður aftur fáanlegt geta læknar ávísað Betolvex 1 mg/ml, 5 x 1 ml. Lyfið verður birt á undanþágulista með lyfjaverðskrá 1. desember nk. en er nú þegar fáanlegt. Lyfjaverðskrá desembermánaðar hefur þegar verið birt á heimasíðu lyfjagreiðslunefndar og þar kemur fram að lyfið er G‑merkt og leyfilegt hámarksverð í smásölu er 5.855 kr.

Læknar þurfa að ávísa lyfinu á undanþágulyfseðli en apótekin geta afgreitt það strax eins og það sé nú þegar á undanþágulista. Distica hf. annast heildsöludreifingu lyfsins. Vörunúmer er

19 51 49.

Til baka Senda grein