Fréttir

Ný lyf á markað 1. desember 2013

Stutt samantekt um ný lyf sem komu á markaði 1. desember 2013

4.12.2013

Betahistin ratiopharm, töflur. Hver tafla inniheldur 8 mg eða 16 mg af betahistintvíhýdróklóríði. Hjálparefni með þekka verkun er laktósaeinhýdrati. Lyfið er ætlað til meðferðar við völundarsvima (Meniere´s heilkenni), en einkenni hans geta verið m.a. svimi, eyrnasuð, heyrnartap og ógleði. Lyfið er lyfseðilsskylt.

CitraFleet, mixtúruduft, lausn í skammtapoka. Hver skammtapoki (15,08 g) inniheldur eftirfarandi virk efni: Natríumpicosúlfat 10,0 mg, létt magnesíumoxíð 3,5 g, vatnsfrí sítrónusýra 10,97 g. Hjálparefni með þekka verkun er 5 mmol kalíum. Lyfið er ætlað til úthreinsunar á þörmum fyrir rannsóknir eða aðgerðir þar sem þörf er á hreinum þörmum, t.d. ristilspeglun eða röntgenrannsókn. Lyfið er selt án lyfseðils.

Enalapril comp ratiopharm, töflur. Hver tafla inniheldur 20 mg af enalaprilmaleati og 12,5 mg af hydrochlorithiazidi. Hjálparefni með þekkta verkun er laktósaeinhýdrat. Lyfið er ætlað til meðferðar við háþrýstingi. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Enalapril Krka, töflur. Hver tafla inniheldur 5 mg, 10 mg eða 20 mg af enalaprilmalati. Lyfið er ætlað til meðferðar við háþrýstingi, við einkennum vegna hjartabilunar eða til fyrirbyggjandi meðferðar við einkennum hjartabilunar hjá sjúklingum með einkennalausa starfstruflun í vinstri slegli. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Ingelvac MycoFLEX, stungulyf, dreifa. Hver 1 ml skammtur af óvirkjuðu bóluefni inniheldur: mycoplasma hyopneumoniae og ónæmisglæðinn carbomer 1 mg. Lyfið er ætlað til virkrar ónæmingar hjá svínum frá 3 vikna aldri, til að draga úr vefjaskemmdum í lungum vegna sýkingar af völdum Mycoplasma hyopneumoniae. Vörn kemur fram 2 vikum eftir bólusetningu og varir í að minnsta kosti 26 vikur. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Nasofan, nefúði, dreifa. Hver 100 míkrólítra úðaskammtur inniheldur 50 míkrógrömm af fluticasonprópíónati. Hjálparefni með þekkta verkun er benzalkonklóríð. Lyfið er ætlað til fyrirbyggjandi meðferðar og meðferðar við árstíðabundinni ofnæmisbólgu í nefi (þ.m.t. ofnæmiskvefi) og langvarandi nefslímubólgu. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Olanzapine Mylan, filmuhúðaðar töflur. Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 2,5 mg, 5 mg, 7,5 mg eða 10 mg af olanzapini. Hjálparefni með þekkta verkun eru laktósa og sojalesitín. Lyfið er ætlað til meðferðar við geðklofa og við meðal til alvarlegri geðhæð. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Pioglitazone Accord, töflur. Hver tafla inniheldur 15 mg eða 30 mg pioglitazóni sem hýdróklóríði. Hjálparefni með þekkta verkun er laktósa. Lyfið er ætlað sem annar eða þriðji valkostur við meðferð á sykursýki af tegund II. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Topiramat Bluefish, filmuhúðaðar töflur. Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 200 mg af topiramati. Lyfið er ætlað til einlyfjameðferðar hjá fullorðnum, unglingum og börnum eldri en 6 ára með hlutaflog, með eða án síðkominna alfloga, og frumkomin krampaflog (primary generalised tonic-clonic seizures). Einnig sem viðbótarmeðferð hjá börnum, 2 ára og eldri, unglingum og fullorðnum með hlutaflog, með eða án síðkominna alfloga, eða frumkomin krampaflog og til meðferðar við flogum í tengslum við Lennox- Gastaut heilkenni. Lyfið er einnig ætlað til fyrirbyggjandi meðferðar við mígrenihöfuðverk hjá fullorðnum eftir ítarlegt mat á öðrum mögulegum meðferðarúrræðum. Lyfið er ekki ætlað til bráðameðferðar. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Zoledronic acid medac, innrennslisþykkni, lausn. Í hverjum ml af þykkni eru 0,8 mg af zoledronsýru sem einhýdrat. Lyfið er ætlað til varnar sjúkdómseinkennum frá beinum (brotum sem stafa af sjúkdómum, samföllnum hrygg (e. spinal compression), geislun eða aðgerð á beinum eða æxlisörvaðri blóðkalsíumhækkun) hjá fullorðnum sjúklingum með langt gengna illkynja sjúkdóma sem finnast í beinum. Einnig til meðferðar á fullorðnum sjúklingum með blóðkalsíumhækkun vegna æxla (e. tumor induced hypercalcemia). Lyfið er lyfseðilsskylt, S-merkt og ávísun þess er bundin við sérfræðinga í krabbameinslækningum, blóðmeinafræði og innkirtla- og efnaskiptalækningum.

Sjá lista

Til baka Senda grein