Fréttir

Nýtt lyfjaútibú á Ólafsfirði

Nýtt lyfjaútibú frá Siglufjarðar Apóteki opnar á Ólafsfirði.

11.12.2013

Miðvikudaginn 11. desember opnar lyfjaútibú í flokki þrjú á Ólafsfirði. Lyfjaútibúið er hluti af Siglufjarðar Apóteki. Í lyfjaútibúi í flokki þrjú fer fram afhending lyfja sem afgreidd hafa verið frá móðurapóteki. Þar er einnig heimilt að afgreiða lausasölulyf að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Lyfsöluleyfishafi Siglufjarðar Apóteks er Ásta Júlía Kristjánsdóttir, lyfjafræðingur.
Til baka Senda grein